9.10.2008 | 23:29
Gíslatakan yfirstaðin
Ég vona að ég verði ekki úthrópuð sem hryðjuverkakona þó svo að heimilið hér líti út fyrir að hér hafi verið framið hryðjuverk.
Þrátt fyrir að hér hafi farið fram gíslataka, þá var það ekki Gísli smiður sem ég tók. Hann bara skrapp út í sólina með fjölskyldunni sinni og strákarnir hans sáu um að klára verkið hér úti.
Það nefnilega KOM loksins pípari í heimsókn. Ég hefði kannski átt að athuga vegabréfið hans, gá hvort hann væri frá öðrum hnetti En sem sagt, varmaskiptir loksins kominn í gagnið. Svo skipti hann um nokkra krana á ofnum hér líka, svo nú ætti tryggingafélagið mitt að geta sofið rótt
Það var í nógu að snúast hjá mér í gær við að segja iðnaðarmönnum til eða þannig sko, pípari inni og steypuvinna úti. Stelpunum fannst voða spennandi að fylgjast með mönnunum "drullumalla"
Eydísi fannst samt öruggara að sitja uppi og fylgjast með. Steypubíllinn með stóra kranann var voða spennandi, en samt óhugnalega stór fyrir lítið skott
Þórdís var mun frakkari, hefði helst vilja halda í ranann á steypurörinu. Varð samt að prófa að fara upp á stillansinn.
Gvendur múrari og nágranni kom og tók þetta út
Það varð smá steypa afgangs sem var hellt í holuna. Þórdís vildi endilega fá að leika í henni en mamma hennar var ekki jafn áhugasöm um það Svo þær fundu hrúgu af sagi sem þær notuðu í leik.
Það þarf ekki flókinn efnivið til að gera eitthvað spennandi
Mótin voru svo rifin af í dag. Pjakkur mættur í heimsókn. Hann er farinn að gera eins og Simbi, kisinn okkar, hann opnar bara útihurðina og býður sér inn. Ég veit ekki hvar hann á heima þessi hundur, eða hver á hann, en hann er voða vinalegur og ljúfur. Meira að segja Simbi er farinn að venjast honum.
Múrarinn, faðir minn, kom svo í heimsókn og tók út vegginn. Og það varð að sjálfsögðu að fóðra kjötsúpugenin í leiðinni
Kjötsúpa er eitt af mínum uppáhaldsmat. Fékk það með genunum frá pabba. Ef pabba langar í kjötsúpu, þá hringir hann í mig og ég hringi í mömmu og væli út kjötsúpu. Þannig virkar plottið best Svo er ég líka reglulega með kjötsúpu og þá koma þau hingað. Gikkirnir (allir nema ég og pabbi) fá svo hrísgrjón og karrýsósu með, svo þau geti sleppt súpunni. Og þannig verða allir glaðir, kjöt í karrý er nefnilega uppáhaldið hans Steina.
Svo varð ég að setja þessa mynd inn líka. Þessa mynd teiknaði Þórdís og sagði að hún væri handa "englakonunni". Ég var smástund að fatta hver englakonan væri. "Jú, mamma, þetta eru hundarnir sem englakonan á, manstu, sem gaf okkur englamyndina" Og þá kviknaði á perunni hjá mér, Englakonan er Ragnhildur bloggvinkona. Þórdís passaði alltaf mynd sem við fengum á sýningunni hennar í sumar og svo heimsóttum við hana og þar hitti hún hundana hennar. Þessi mynd er handa Ragnhildi
Munum svo að vera góð hvort við annað. Bros kostar ekkert en gefur mikið Það er mikilvægt á þessum tíma sem við öll þurfum að ganga í gegnum núna.
Um bloggið
Sigrún Þorbjörnsdóttir
Færsluflokkar
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ég sé að það er í nógu að snúast á þínum bæ! Greinilega gaman fyrir ungviðið að fylgjast með svona hamagang en vonandi eru allir iðnaðarmenn með sín stykki á hreinu og gera vel sitt verk. Kannast nú eitthvað við Steypubílatöffarann hjá þér - annars bara ekkert nema gaman að sjá myndirnar þínar sem eru svo sprell lifandi og skemmtilegar!
Knús í verkefnin framundan og til hamingju með píparann sem þú klófestir og til lukku með nýju kranana og alles ... :)
Tiger, 10.10.2008 kl. 00:12
Takk Tígri minn. Ég þekki nú ekkert Steypubílatöffarann en hann kom steypunni til skila og kunni greinilega vel á kranann Já já, allir þessir iðnaðarmenn skila sínu með sóma. Hér lítur ekki út fyrir að vera kreppa í þessum hamagang sem er hér en ég held ég bíði nú samt með hellurnar fyrst þetta píp-dæmi kom upp líka. Ætla ekki að koma mér í neitt skuldafen sko! En skotturnar hafa gaman að fylgjast með þessu öllu. Við þurfum að minnsta kosti ekkert að fara í neinn sirkus Góða nótt og hafðu ljúfan dag á morgun
Sigrún Þorbjörnsdóttir, 10.10.2008 kl. 00:39
Býrð þú í Grindavík? Ég á systur í Grindavík, hluti af börnunum hennar búa þarna líka. Hún heitir Rún Pétursdóttir, er mamma hans Bergs leikara. Kannski þú kannist eitthvað við börnin hennar?
Matthilda M. Eyvindsd Tórshamar, 10.10.2008 kl. 13:45
Já ég bý í Grindavík. Ég kannast við eina Rán, en hún er nokkuð eldri en þú. Ég setti mynd af henni í albúm, þú getur séð hana þar. Hún á dóttir sem heitir Sirrý. Sonur hennar heitir Pálmi og er kennari. Konan hans heitir Christine og er fótaaðgerðafræðingur á snyrtistofunni sem maðurinn minn er með nuddstofu á. Þetta er algjört eðalfólk Heimurinn er lítill
Sigrún Þorbjörnsdóttir, 10.10.2008 kl. 18:29
Nammi namm kjötsúpa. Yndislegar myndir og gott að þú ert búin að fá varmaskiptir. Auðvitað þarf að taka út steypuna. Þetta er jú krefjandi verk ekki satt ? Ég skil Eydísi mjög vel að vera hrædd við svona krana og ranadót. Á sjálf minningar um svoleiðis ófreskjur. Knús á þig elskuleg mín.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 10.10.2008 kl. 22:53
Elsku Þórdís en hvað þú ert yndisleg, nú gafstu mér svo sannarlega bros í hjartað Takk kærlega fyrir svona fallega mynd.
Sigrún við vorum einmitt stórfjölskyldan saman í kjötsúpu í gærkvöldi hjá systur minni. Það er bara sá besti matur sem ég veit!
Vona að allt sé orðið þurrt og öll rör heil og fín hjá ykkur núna. Knús á ykkur öll. Sjáumst kannski einhvern daginn, það væri kannski gaman fyrir ungar englastúlkur að kíkja á kettlinga hjá mér eftir rúman mánuð eða svo....
Ragnhildur Jónsdóttir, 11.10.2008 kl. 10:06
Jújú, þetta er hún systir mín, en hún er 27 árum eldri en ég. Góð mynd af henni
Matthilda M. Eyvindsd Tórshamar, 11.10.2008 kl. 21:24
"Elsku Ragnhildur, ég vil gefa þér fallegasta hjarta í heimi í hjartað þitt" Þetta eru skilaboðin frá Þórdísi eftir að ég las fyrir hana það sem þú skrifaðir. Algjör dúlla, og þetta kemur allt beint frá henni. Allt orðið þurrt hjá okkur. En svo var verið að rústa meira hérna í dag Parketið endaði við flísar með skálínu sem við vorum aldrei alveg sátt við. Létum því slag standa og brutum upp flísar sem voru frá stofunni og inn svefn.herb.gang. Svo nú er allt þurrt og þurrt og ógeðslegt múr-ryk undan flísunum út um allt. Mér á ekki eftir að leiðast neitt á næstunni... Við erum örugglega til í að kíkja í kettlingaskoðun þegar þeir fæðast. Verst hvað það er hættulegt
Matthilda, ég ætlaði náttúrulega að skrifa Rún en ekki Rán.. Ég tók þessa mynd af henni þegar stofan var opnuð í feb 2007. Ég þekki börnin hennar betur en hana sjálfa, en hún á hvert bein í manninum mínum
Sigrún Þorbjörnsdóttir, 11.10.2008 kl. 22:16
Flott þegar svona tiltektum lýkur, til hamingju með það.
Helga Magnúsdóttir, 12.10.2008 kl. 18:09
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.