Hasar á heimavelli

Við sem búum í Grindavík, yljum húsin okkar með því gæðavatni sem okkur er skaffað af Hitaveitu Suðurnesja. Örlitlar aukaverkanir hljótast þó af þessu vatni. Þær eru, að ofnarnir í húsunum duga aðeins örfá ár Devil Á þessum 6 árum sem við höfum búið í okkar húsi, höfum við endurnýjað alla ofna í húsinu, og suma oftar en einu sinni. Mér skilst að það sé svo mikið súrefni í vatninu, að þess vegna tærast ofnarnir innan frá. Svo bara allt í einu, hviss, bang, og vatn út um allt Devil Ég gæti allt eins kynnt húsið með rándýru rafmagni eins og er víða á landsbyggðinni. Þegar upp er staðið er þetta ekkert ódýrara. Húsið sem mamma og pabbi eiga í Mosó, er tveimur árum yngra en okkar hús, og ég man ekki eftir því að þurft hafi að endurnýja einn einasta ofn hjá þeim. Við erum búin að vera í tvö ár að biðja pípara um að koma hingað og setja upp varmaskipti, til að minnka líkurnar á því að þetta gerist. En þessi stétt iðnaðarmanna er eitthvað öðruvísi en aðrar. Ja, nema það standi kannski á enninu á mér að ég borgi aldrei pípurum...Woundering Þeir 5-6 sem við höfum talað við birtast aldrei. En nú hætti ég ekki fyrr en einhver mætir eða ég fer og tek pípara í gíslingu. Það nefnilega sprakk ofn í stofunni á fimmtudaginn og allt fór á flot hjá okkur. Það eru ekki nema tæp fimm ár síðan stofan fór á flot og við settum nýtt parket. Og allt ónýtt aftur Frown 

IMG 0002

Hér er Steini byrjaður að rífa parketið upp af gólfinu. Eins gott að hafa hraðar hendur, því það er timburgólf undir.

IMG 0007

Þegar búið var að þurrka pollinn af gólfinu og maður gekk yfir parketið, þá spýttist vatn upp á milli raufanna.

IMG 0018

Jamm, allt á tjá og tundri

IMG 0009

En sumir kippa sér ekkert upp við það. Fá bara naglalakk á táslurnar og fara svo í fína skó Grin 

IMG 0042

Svo var bara mublunum ýtt yfir í þurra endann. Þar var hægt að kósa sig og læra að lesa.

IMG 0036

Þær eru mjög áhugasamar að læra að lesa og skrifa. Hér er Eydís að lesa fyrir Simba þrífætta.

IMG 0064

Í gær bakaði ég svo snúða og pönnukökur. Fanný og Dóri komu yfir með strákana sína, mamma kom, og svo Benni með krakkana sína. Hér er verið að ræða þjóðmálin. Ég vildi nú frekar eiga hlutabréf í ofnasmiðjunni heldur en Glitni...GetLost  

IMG 0089

En minn arður er mestur í þessum elskum hér InLove 

IMG 0071

Hér eru Logi og Tómas Orri að leika við Þórdísi

IMG 0084

Eydís og Arnar Ísak komin með dótið inní stofu. Nýja parketið keyptum við hjá Agli Árnasyni og hér er það komið í hús. Það verður ekki sett á gólfið fyrr en píparinn er mættur.

IMG 0048

Jamm, iðnaðarmenn í öllum hornum hjá mér. Hér er Gísli smiður með sína menn að klára vegginn á bílaplaninu. Sem sagt, allt í drasli alls staðar og nóg að gera hér Grin


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: gudni.is

Gaman saman

Þú ert svo dugleg við að setja inn myndirnar hérna. Þær gefa þessu svo mikið líf. Hmmmm.....Það eru samt alltof sjaldan myndir af sjálfum besta bróður þínum hérna.... Hmmmm.... Ætli ég komi ekki bara aðeins of sjaldan í heimsókn

Knúskveðja - Guðni

gudni.is, 6.10.2008 kl. 14:27

2 Smámynd: Ragnhildur Jónsdóttir

Ja hérna hér!! Það er aldeilis að gengur á!    Píparar, nákvæmlega... maður væri sennilega fljótari að fara og læra þetta sjálfur en að bíða eftir þeim

Gangi ykkur vel með þetta "Grindjánar" (frábært nafn á ykkur ;-) 

knús úr Firðinum

Ragnhildur Jónsdóttir, 6.10.2008 kl. 14:30

3 Smámynd: Sigrún Þorbjörnsdóttir

Guðni: Ég er hissa á því að þú skildir ekki renna á pönnuköku og kanillyktina hérna í gær  Það hefði pabbi gert ef hann hefði verið í bænum! En svo verður kjötsúpuveisla í þessari viku...þú getur komið þá, og fengið sérmeðferð eins og gikkurinn mamma  

Ragnhildur: Hehe, satt segirðu. Ég hefði bara átt að byrja á píparanámi þegar ég sóttist eftir pípara. Væri þá útskrifuð núna! Já við erum algjörir Grindjánar

Sigrún Þorbjörnsdóttir, 6.10.2008 kl. 16:27

4 Smámynd: Tiger

 Uss jamm, píparar/iðnaðarmenn eru sannarlega undarleg stétt! Skil ekki hvaðan þeir koma eiginlega - hmm - eða jamm - þeir koma bara sumir aldrei. Undarlegt nokk að ofnarnir skuli endast svona illa, vonandi tekst þér að króa af einhverja góða sem geta gert eitthvað gott í málunum hjá ykkur!

Frábærar myndir hjá þér - alltaf svo mikið líf og fjör - og skemmtilegheit. Knús í kvöldið þitt ljúfust og hafðu yndislega viku framundan, hvort sem það verður í parket-polli eða þurru og nýju parketi .. :)

Tiger, 6.10.2008 kl. 22:42

5 Smámynd: Sigrún Þorbjörnsdóttir

Takk Tígri minn. Það kemur í ljós á morgun eða hinn hvort mér tekst að tæla til mín eins og einn pípara. Og þá skelli ég slagbrand fyrir dyrnar svo hann komist ekki burt aftur! Knús á þig elskulegi

Sigrún Þorbjörnsdóttir, 6.10.2008 kl. 23:17

6 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Lýst vel á þetta með gíslinguna  Eitthvað þarf kona að gera þegar allt annað bregst.   En yndislegar stelpur, og skemmtilegar myndir.  Vonandi varð ekki mikill skaði af vatnsaganum Sigrún mín.  Óskemmtileg reynsla.  VOnandi færðu pípara sem fyrst. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 7.10.2008 kl. 15:31

7 Smámynd: Sigrún Þorbjörnsdóttir

Já Ásthildur, eitthvað verð ég að gera til að bjarga mér  Ég var með allt tryggt svo minn skaði er ekkert rosalegur. Þarf reyndar að punga út tæplega þrjúhundruðkalli fyrir varmaskiptadótinu en mér finnst ég þurfa þess til að losna við þetta oftar. En mér finnst samt leiðinlegt að þurfa að hafa, eins og Guðni bróðir segir, tryggingafélagið mitt í speed-dial á símanum mínum  Ég hef nú upplifað mun erfiðari hluti en þetta. Mér finnst þetta aðallega vera vesen, á stórafmæli eftir nokkra daga og nota þetta kannski sem afsökun fyrir að gera ekki neitt þá...

Sigrún Þorbjörnsdóttir, 7.10.2008 kl. 17:46

8 Smámynd: gudni.is

Þú gamla geit....Bara alveg að verða FERTUG....!!!  Vááááááá.....

gudni.is, 7.10.2008 kl. 21:51

9 Smámynd: Sigrún Þorbjörnsdóttir

Heyrðu Lilli minn! Mundu nú að tala af viðeigandi virðingu fyrir eldra fólki  

Sigrún Þorbjörnsdóttir, 7.10.2008 kl. 22:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigrún Þorbjörnsdóttir

Höfundur

Sigrún Þorbjörnsdóttir
Sigrún Þorbjörnsdóttir

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • IMG 7150
  • IMG 7145
  • IMG 8394
  • IMG 7856
  • IMG 7847

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband