Grallarar og brallarar

Uppáhaldsmaturinn hennar Þórdísar eru kótilettur í raspi. Mér sýnist á öllu að hann sé að verða uppáhaldsmaturinn hennar Eydísar líka og að sjálfsögðu er þetta uppáhaldsmaturinn hans Steina! Þar sem allir eru svona miklir kótilettuaðdáendur hérna, þá er það komið uppí vana hjá mér að elda alltaf risaskammta af þeim. Og oft mæta líka vinir og nágrannar í kótilettuhlaðborð hingað. Á laugardaginn voru það Eva og strákarnir hennar sem mættu yfir í kótilettur.

IMG 9921

Þórdís kótilettukerling elskar að fá að bralla þetta með mömmu sinni. Hún er mjög skipulögð og hefur allt til sjálf, hrærir eggin og veltir kótilettunum upp úr raspi.

IMG 9924

Fagleg vinnubrögð

IMG 9928

Hér er Eva með Hilmi ofurkrútt. Hann er jafn gamall Eydísi og þau eru bestu vinir.

IMG 9931

Hér er líka Enika Máney. Hún, Eydís og Hilmir eru alveg límd saman alla daga, bæði á leikskólanum og heima.

IMG 9932

Hér á svo að fara að byrja að borða, fyrsti skammtur kominn á borðið. Ótrúlegt en satt, litlu krílin borðuðu fimm eða sex kótilettur hver Tounge Ég taldi ekki ofan í fullorðna fólkið, hehe, svo það verður ekki gefið upp hvað hinir átu!

IMG 9902

Svo fóru krakkarnir að lita og teikna. Hér er það nýjasta hjá Þórdísi. Hún er farin að æfa sig í því að teikna eftir hlutum.

IMG 9904

Og það gengur bara vel hjá henni Smile 

IMG 9942

Svo kósuðum við okkur og horfðum á sjóræningjamynd saman. Eydís varð alveg furðulostin þegar ég kom með pez-karla handa þeim, og þeir voru alveg eins og Jack Sparrow, sem við vorum að horfa á í sjónvarpinu! En það var bara tilviljun að ég hafði keypt svoleiðis.

IMG 9953

En svo fórum við í klippingu í gær og stelpurnar fengu stutt hár. Ég var búin að tala um það við Eydísi hvort hún vildi prufa að hafa stutt hár og henni leist vel á það. Ég var stundum að vorkenna henni að hafa svona sítt hár, því hún rífur allt úr hárinu sem ég set í það, og svo fer það bara ofan í matinn...Woundering Ég bjóst ekki við því að Þórdís prinsessa mundi vilja sleppa því að hafa hjartafléttu í hárinu, en um leið og hún sá Eydísi með stutt hár þá vildi hún líka. Hér eru skvísurnar nýklipptar Wink 

IMG 9966

Í dag fórum við með Stínu og Finn í göngutúr. Fórum meðal annars á snyrtistofuna. Við sendum Stínu í bjútímeðferð á meðan við pössuðum Finn. Takið eftir Eydísi, hún er hér að snyrta neglurnar á Finni, en það er eitthvað sem hún gerir við alla LoL Hún er algjör nagladama.

IMG 9986

Stelpunum finnst ofsalega gaman að passa Finn og taka því hlutverki mjög alvarlega.

IMG 9992

Og hann er allur strokinn og faðmaður. Ég bíð bara eftir því að heyra bón um að þær eignist lítinn bróður...Undecided LoL 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Magnúsdóttir

Nammi, ég elska kótilettur.

Helga Magnúsdóttir, 1.10.2008 kl. 22:45

2 Smámynd: Ragnhildur Jónsdóttir

Veistu að þegar ég var búin að lesa þessa færslu, fór ég beint í búð og keypti kótilettur! hahahah þetta er svo girnilegt hjá ykkur.

Ragnhildur Jónsdóttir, 6.10.2008 kl. 14:32

3 Smámynd: Sigrún Þorbjörnsdóttir

Hahaha, já nammi namm. Þetta er algjört sælgæti

Sigrún Þorbjörnsdóttir, 7.10.2008 kl. 20:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigrún Þorbjörnsdóttir

Höfundur

Sigrún Þorbjörnsdóttir
Sigrún Þorbjörnsdóttir

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • IMG 7150
  • IMG 7145
  • IMG 8394
  • IMG 7856
  • IMG 7847

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband