Skápadagur og heimsókn

Börnin spretta svo hratt að það er nauðsynlegt að tæma skápana öðru hvoru og sortera föt. Ég er búin að taka skápana þeirra í gegn í dag. Föt af Þórdísi eru komin inní skápinn hennar Eydísar og svo áttu þær slatta af nýjum fötum sem biðu eftir að þær pössuðu í þau, sem eru komin í gagnið núna. Það vill svo til að engin stelpa hefur fæðst í fjölskyldunni eftir að þær fæddust. Það eru allt strákar sem hafa fæðst á eftir þeim. Ég var á sínum tíma komin með föt í tonnatali sem ég var að vandræðast með. Þá fann ég konu sem vantaði föt á dóttur sína sem er aðeins yngri en Eydís. Hún hefur verið áskrifandi að fötum hjá mér og fær sem sagt eina sendingu núna Smile 

En amma og afi komu í heimsókn og það þurfti að sprella heilmikið og sýna smá fimleika.

IMG 9794

Hér er afi að reyna að fara í splitt

IMG 9797

Þrátt fyrir aðstoð tókst ekki að koma afa í splitt LoL 

IMG 9798

Svo var reynt að stilla upp fyrir fimleikamynd Tounge 

IMG 9826

Eydís sprellaði með afa

IMG 9822

Það er ekki erfitt að fá afa með í sprell

IMG 9817

Á meðan voru Þórdís og amma að lesa

IMG 9841

Svo þurfti að sýna smá æfingar áður en amma og afi fóru. Hér er Þórdís í handstöðu.

IMG 9843

Og Eydís komin í handstöðu líka.

IMG 9835

Það vafðist nú ekkert fyrir afa að standa á höndum W00t en ég er ekki viss um að þessi aðferð hafi alveg verið samþykkt...LoL 

IMG 9849

En þær systur eru voða góðar að leika sér saman. Þær hafa heilmikinn félagsskap af hvor annarri og það er alveg jafnræði á milli þeirra í leiknum. Þær skiptast alveg á að ráða og hafa frumkvæði. Smá slagsmál inn á milli, en það væri held ég ekki eðlilegt ef það gerðist ekki. Ég vil meina að það styrki bara systrakærleikann InLove


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Magnúsdóttir

Gaman fyrir krakka að eiga afa og ömmur. Við hjónin vorum orðin svo roskin þegar Úlfar okkar fæddist að hann á engan afa og enga ömmu.

Helga Magnúsdóttir, 28.9.2008 kl. 18:24

2 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Það hefur aldeilis verið fjör hjá ykkur, ég skellti upp úr við myndina þar sem afi setndur á höndum.   En mikið er gott þegar systkini leika sér saman og eru vinir.  Það er mikilvægt fyrir okkur uppalendur að þau séu félagsskapur hvort fyrir annað  Knús á þig mín kæra og takk fyrir þessar skemmtilegu myndir.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 29.9.2008 kl. 10:44

3 Smámynd: gudni.is

Hahahahah.... gaman að sjá pabba í fimleikum...!

gudni.is, 29.9.2008 kl. 11:27

4 Smámynd: Sigrún Þorbjörnsdóttir

Helga: Ömmur og afar eru ómetanleg. Ætli við höfum ekki verið á svipuðum aldri að eignast börn...ég var 35 þegar eldri stelpan fæddist. Ekki samt alveg tilbúin að segja að ég hafi verið "roskin" mundi frekar vilja segja "þroskuð"  en ég er elst af mínum systkinum og mínir foreldrar ungir.

Ásthildur: Já, fimleikar eru greinilega fyrir fólk á öllum aldri  Ég var heppin að Eydís skildi fæðast líka, því í rauninni áttu hvorug þeirra að geta orðið til. Þórdís var algjört kraftaverkabarn og svo fékk ég annað kraftaverk  Mér finnst frábært að þær hafi félagsskap af hvor annarri og enn betra að það sé ekki alltaf önnur sem ráðskist með hina. Knús á þig líka.

Guðni: Ég var að spá í hvort ég eigi ekki að gera pabba að heiðursfélaga fimleikadeildarinnar...

Sigrún Þorbjörnsdóttir, 29.9.2008 kl. 13:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigrún Þorbjörnsdóttir

Höfundur

Sigrún Þorbjörnsdóttir
Sigrún Þorbjörnsdóttir

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • IMG 7150
  • IMG 7145
  • IMG 8394
  • IMG 7856
  • IMG 7847

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband