Haustverk og uppskeruhátíð

Það kom smá hlé í dag á rigningunni og rokinu sem er búið að vera undanfarið. Ég notaði tækifærið og dreif mig út að setja niður haustlauka. Ég setti niður túlipana, páskaliljur, anemónur og eitthvað sem heitir muscari, en ég hef ekki prófað þá tegund áður. Ætla svo að kaupa smá slatta í viðbót og setja niður fljótlega. Ég elska það á vorin að sjá blómin gægjast upp úr moldinni. Ég vona bara að allt hafi farið rétt niður, hehe, var í smá vandræðum með eina tegundina, hef bara ekki séð svoleiðis lauka áður en ég reyndi að nota innsæið til að leysa það. Það kemur svo bara í ljós í vor hvort allt birtist á réttum stað Blush en ég get þá allavega huggað mig við það að það er bara ég sem veit hvert þessir laukar fóru Whistling Steinþór var að kantskera grasið svo það ætti líka að auðvelda vorverkin næst. Tóti kom svo seinni partinn og braut bílaplanið fyrir okkur. Æ það var eitthvað svo ljótt, steyptur helmingurinn af því og allt skakkt skorið. Erum að spá í að helluleggja það frekar.

IMG 9850

Hér er Tóti mættur. Eitthvað er kallinn illur á svipinn þó svo hann hafi ekkert orðið illur W00t 

IMG 9861

Hér er hann að verða búinn að brjóta allt. Stelpurnar sitja í bílskúrnum og fylgjast vel með.

IMG 9868

Það er nefnilega mjög spennandi að sjá svona gröfu vinna. Samt betra að vera "viðbúinn" þegar stéttin hrynur!

IMG 9869

Eydís var sérstaklega spennt yfir þessu eins og sjá má

IMG 9870

En þrátt fyrir að vera orðin einlægur aðdáandi Tóta, þá vildi hún ekki fara inní gröfuna með honum. Maður verður nú að taka þetta í smá áföngum, hehe.

IMG 9877

Þórdís teiknaði mynd af gröfunni hans Tóta og færði honum. Hún var að vísu búin að teikna mynd af hinni gröfunni hans, hafði ekki séð litlu gröfuna áður. Mikill heiður að fá að afhenda þetta listaverk Smile Eydís hljóp svo inn og teiknaði mynd af hurð handa honum, voða fína Grin 

IMG 9884

Eydís hjálpaði pabba sínum að moka upp möl. Það var orðið frekar kalt og ég bauð henni að koma inn og horfa á barnatímann með Þórdísi. En nei, hún mátti sko ekkert vera að því. "Ég er í vinnunni með pabba" sagði hún og var mjög ábyrg í málrómnum LoL 

Svo var líka kominn tími fyrir uppskeruna. Ég er að spá í hvort ég eigi að halda uppskeruhátíð eða hvað. Og hvort ég ætti þá að hafa hana mjög formlega eða...

IMG 9880

...jamms. Þetta er sem sagt uppskeran úr einu blómabeðinu mínu LoL Þessi kálhaus spratt bara upp úr blómabeði hjá mér í sumar...hvort Hrappur og Hrekkir voru hér á ferð veit ég eigi...GetLost en þeir munu allavega þræta fyrir það eins og sprúttsalar Halo 

Bestu kveðjur til ykkar Heart


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Dugleg mín að setja niður lauka.  Ég á eftir að setja niður svona 7000 stk.  Eða láta gera það.  Það er alveg rétt, að ekkert er flottara en á vorin þegar laukarnir gægjast  upp úr moldinni.  Þetta með að hvernig laukurinn á að snúa, þá er oftast hægt að sjá smá rótarenda þar sem ræturnar eru, og far eftir stilk þar sem hann vex upp.  Ef maður er alveg í óvissu, þá er best að láta laukinn liggja á hliðinni, þá kemst hann bæði upp og niður. 

En þetta eru yndislega myndir, og yndislegar stelpur.  Minna mig á mínar skottur.  Og kálhausinn flottur. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 29.9.2008 kl. 10:49

2 Smámynd: Sigrún Þorbjörnsdóttir

Ég vona að skrýtnu laukarnir hafi snúið rétt hjá mér. Ég sá á sumum þeirra örla fyrir smá rót, svo kemur hitt í ljós  Ég er alveg sammála með stelpurnar, þínar skottur minna mig ofsalega á mínar

Sigrún Þorbjörnsdóttir, 29.9.2008 kl. 22:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigrún Þorbjörnsdóttir

Höfundur

Sigrún Þorbjörnsdóttir
Sigrún Þorbjörnsdóttir

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • IMG 7150
  • IMG 7145
  • IMG 8394
  • IMG 7856
  • IMG 7847

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband