Fjölskyldukvöld og stelpukvöld

Við höfum þá reglu hjá okkur að föstudagskvöld eru fjölskyldukvöld. Stelpurnar eru alltaf voða spenntar yfir því og við ekki síður. Eftir kvöldmatinn gerum við eitthvað skemmtilegt saman. Svo horfum við á fjölskyldumynd í sjónvarpinu. Það er svo skemmtilegt og gefandi að fylgjast með stelpunum. Þær hafa svo gaman af þessu og eru í hláturskasti yfir bíómynd að maður fær algjört krúttkast yfir því að fylgjast með þeim Joyful En á föstudaginn var Steinþór að vinna fram eftir svo við færðum fjölskyldukvöldið yfir á laugardagskvöldið. Í staðinn höfðum við stelpukvöld á föstudagskvöldinu þar sem við mæðgur áttum saman notalegt kvöld.

IMG 9750

Við pöntuðum okkur pizzu sem við borðuðum í stofunni W00t Svo teiknuðum við og lituðum myndir. Fjöldi listaverka sem varð til þá. Svo kósuðum við okkur saman yfir bíómynd Joyful 

Á laugardaginn fórum við til Reykjavíkur í innkaupaleiðangur. Við fórum í "Lúkasarbúð" en það er heildsala sem Lúkas mágur vinnur í. Þar voru stelpurnar dressaðar upp í vetrarklæðnaði, útigallar, pollagallar, stígvél, húfur, hanskar, sokkabuxur og ég veit ekki hvað. Ein ferð og við fengum allt á sama staðnum Wink 

IMG 9769

Þórdísi langaði svo að heimsækja Birgir Örn frænda svo við gerðum það líka. Hér eru þau öll að leika sér. Hann er á milli stelpnanna í aldri, sex mánuðum yngri en Þórdís og níu mánuðum eldri en Eydís, en miðað við stærð þá væri hann þremur árum eldri en Eydís, hahaha.  Og þau smella alltaf saman eins og þau leiki saman alla daga Smile 

IMG 9773

Hér erum við komin aftur til Grindavíkur. Við ákváðum að fá okkur að borða á Lukku Láka, veitingastað hér í bænum. Stelpurnar elska að koma á þennan stað. Hjónin sem reka hann eru alltaf svo yndisleg við þær. Láki var í eldhúsinu og Þórdís var ekki búin að sjá hann. Hún sá bara stúlkuna sem tók pöntunina hjá okkur. Meðan við biðum eftir matnum hafði hún orð á því að Láki væri nú ekki svona lengi að koma með matinn handa okkur, hahaha, sem var náttla bara tóm ímyndun af því að goðið sjálft var ekki sjáanlegt LoL 

IMG 9774

Það er mjög heimilislegt andrúmsloftið þarna eins og sjá má. Stelpurnar finna sér alltaf eitthvað skemmtilegt að gera.

IMG 9776

Já það er gaman að fíflast svolítið Tounge 

IMG 9781

Svo var farið heim og kúrt yfir skemmtilegri mynd í sjónvarpinu

IMG 9786

Hér eru stelpurnar búnar að máta nýju Latabæjarhúfurnar sem við keyptum. Þórdís valdi sér að sjálfsögðu Sollu stirðu húfu en Eydís valdi sér Íþróttaálfshúfu. Hún var svo ákveðin í því að vilja bláu húfuna og ég leyfði henni bara að ráða því sjálf. En Þórdís, sem er alveg bleik í gegn, hefur haft áhyggjur af því að það verði hlegið að Eydísi í leikskólanum með "strákahúfu". Mér finnst gott hvað hún hugsar vel um systur sína en jafnframt finnst mér ómögulegt að svona lítil börn hafi áhyggjur af svona löguðu Crying En ég held að Eydís sé ekki viðkvæm fyrir umhverfinu að þessu leiti. Henni finnst þetta flott og hún á sennilega ekki eftir að láta aðra hafa áhrif á sínar skoðanir með það Wink 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Matthilda M. Eyvindsd Tórshamar

Skemmtileg færsla og yndiselgar stelpur.

Matthilda M. Eyvindsd Tórshamar, 23.9.2008 kl. 15:34

2 Smámynd: Helga Magnúsdóttir

Flottar stelpur sem þú átt. Um að nýta tímann á meðan þær eru litlar til að eiga með það sem kallast upp á ensku quality time.

Helga Magnúsdóttir, 23.9.2008 kl. 16:56

3 Smámynd: Sigrún Þorbjörnsdóttir

Einmitt það sem ég er að gera. Njóta þess nógu mikið að vera með þeim. Þessi tími kemur ekki aftur og áður en maður veit af, vilja þær bara vera inni í sínum herbergjum

Sigrún Þorbjörnsdóttir, 24.9.2008 kl. 22:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigrún Þorbjörnsdóttir

Höfundur

Sigrún Þorbjörnsdóttir
Sigrún Þorbjörnsdóttir

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • IMG 7150
  • IMG 7145
  • IMG 8394
  • IMG 7856
  • IMG 7847

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband