Kátar skvísur

Stelpurnar hafa beðið í allt sumar eftir að fimleikarnir byrji aftur. Þær voru orðnar óþreyjufullar, því þær vissu að allt væri byrjað. Svo loksins kom röðin að þeim í gær.

IMG 9634

Komnar í búningana og á leið á æfingu. Þær fara strax eftir leikskóla á æfingu, og Eydís kom heim máluð eins og kisa og vildi fara svoleiðis á æfinguna. Hún er eins og kisurnar, alveg kattliðug.

IMG 9638

Sjáðu mamma, við erum alveg beinar og fínar fimleikastelpur Smile Þær voru svo spenntar að þær vissu varla hvernig þær ættu að vera, skoppuðu bara um allt af kátínu Grin 

IMG 9643

Hér er Þórdís á æfingu. Eydís þarf að bíða eftir næsta tíma, þá er hennar æfing. Ein lítil skotta "smyglaði" sér með á æfinguna. Hún verður sko alveg tilbúin þegar hún kemst inn, sem verður eftir áramót.

IMG 9645

Þetta er alveg rosalega gaman

IMG 9649

Svo þarf að æfa sig á jafnvægisslánni. Það er allt orðið fullt hjá okkur í fimleikunum, komin yfir hundrað börn sem æfa hjá okkur tvisvar til fjórum sinnum í viku.

IMG 9657

Kristinn blaðamaður kom færandi hendi til okkar í gær. Hann gaf fimleikadeildinni mynd sem hann var búinn að stækka og prenta á plötu. Hér er hann að sýna okkur myndasyrpu sem hann hefur verið að taka af fiskveiðum og vinnslu á fiski.

IMG 9689

Svo er það kvöldmaturinn í kvöld. Hakk og spaghetti alltaf jafn vinsælt hjá smáfólkinu.

IMG 9690

Og þetta þarf maður að borða með öllu andlitinu LoL 

IMG 9693

Stóra systir örlítið penni

IMG 9686

Smekkir eru löngu hættir að vera notaðir á þessu heimili, en einhverra hluta vegna fannst henni nauðsynlegt að fá smekk núna, annars yrði hún svo skítug W00t Þær voru þreyttar og sælar eftir daginn, dagur tvö hjá þeim í fimleikum þetta haustið Smile 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Matthilda M. Eyvindsd Tórshamar

Litla mín beið líka óþreyjufull eftir að fimleikarnir byrjuðu aftur. Núna er hún búin að vera í fimleikum í tvær vikur og er alveg himinlifandi.

Matthilda M. Eyvindsd Tórshamar, 20.9.2008 kl. 11:23

2 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Vá hvað þær eru flottar stelpurnar í fimleikabúningunum, og skemmtilegar myndirnar.  Það er eitthvað annað en Ásthildur, hún neitar alfarið að nota smekk, hvað sem á gengur, hún harðneitar líka að hafa sundkúta þegar hún fer í laugina.  Knús á þig og ykkur öll inn í helgina Sigrún mín.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 20.9.2008 kl. 15:48

3 Smámynd: Sigrún Þorbjörnsdóttir

Já, fimleikarnir heilla mínar alveg rosalega. Hehe, ég sé Ásthildi fyrir mér að stjórna, held að hún og Eydís séu svipaðar týpur  Kannast líka við þetta sundkútaleysi. En þær eru orðnar betri með það núna, vilja frekar vera með kútana núna. Knús á ykkur.

Sigrún Þorbjörnsdóttir, 20.9.2008 kl. 20:12

4 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já hahaha ég hugsa að það yrði dálítið rifist ef þær tvær ættu að leika sér saman

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 21.9.2008 kl. 15:02

5 Smámynd: Helga Magnúsdóttir

Flottar stelpur sem þú átt og greinilega upprennandi fimleikastjörnur.

Helga Magnúsdóttir, 22.9.2008 kl. 13:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigrún Þorbjörnsdóttir

Höfundur

Sigrún Þorbjörnsdóttir
Sigrún Þorbjörnsdóttir

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • IMG 7150
  • IMG 7145
  • IMG 8394
  • IMG 7856
  • IMG 7847

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband