Góðar fréttir

Ég fór í dag á Landspítalann í mitt hefðbundna eftirlit sem er á þriggja mánaða fresti. Læknirinn minn var bara ánægður með mig og blóðprufurnar fínar, sem sagt algjört gæðablóð Smile Ég er að sjálfsögðu mjög ánægð með þetta. En það er alveg ótrúlegt hvað ég fæ alltaf sama kvíðahnútinn í magann áður en ég á að mæta Crying Kannski af því ég er búin að vera lasin undanfarið. Þá minnir allt mig á veikindin. En nú ætla ég bara að klára að jafna mig á þessari pest sem ég er búin að vera með í ellefu daga. Ég verð vonandi orðin vel spræk um næstu helgi. Þangað til ætla ég að vera voða stillt og haga mér eins og hefðardama Grin Ég er búin að vera voða stillt þessa dagana. Er bara skipstjóri á heimilinu, skipa fyrir alveg hægri vinstri. Mesta sem ég geri er að sortera þvottinn, Steini sér um rest og ferst það bara vel úr hendi. En ég þekki sjálfa mig nógu vel til að vita að ég verð farin að hamast í öllu áður en ég veit af Whistling 

IMG 9613

Herbergi stelpnanna voru komin í rúst og Steini bjargaði málunum með því að fá Auju til að vera "au-pair" í einn dag. Hún er svo dugleg þessi elska.

IMG 9614

Og það var af nógu að taka. Þegar dótið fer alveg á hvolf þá ráða stelpurnar ekki við að taka til sjálfar. En þegar herbergið er fínt, þá geta þær vel haldið því þannig.

IMG 9616

Ný "húsmóðir" - nýjar áherslur. Engin ávaxtastund, heldur kvöldkaffi með kökum og fíneríi W00t En það má nú líka alveg og allir voru voða kátir.

IMG 9608

Samrýmdar systur, sem hjálpast að Smile 

IMG 9620

Hér er Eydís, fröken sjálfstæð, að greiða sér sjálf fyrir leikskólann. Það er ekkert sem stoppar þessa stelpu af Wink 

Ég þurfti að koma við í Símabúð í dag og fá nýja fjarstýringu fyrir adsl sjónvarpið. Það hentaði best að koma við í Smáralindinni. Á leiðinni í símabúðina gekk ég framhjá fullt af fatabúðum og sá á mörgum stöðum eitthvað sem mig langaði að máta. Fór samt ekki inn í neina búð. Ég bara skil ekki í því hvað ég er allt í einu komin með mikla fatadellu..? Skildi það vera aldurinn? Ég er samt svo heppin að ég nenni helst ekki inn í búðir, svo ef ég skildi hugsanlega-einhvern-tímann-seinna ætla að skoða það sem ég sá í búðinni, þá er það löngu búið Grin 

Elskum lífið, knús á ykkur Heart


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Magnúsdóttir

Láttu þér bara batna í rólegheitunum. Sætar og frábærar stelpurnar þínar.

Helga Magnúsdóttir, 16.9.2008 kl. 21:34

2 Smámynd: gudni.is

Æðislegar fréttir eins og við var að búast.

Knúskveðja, Guðni

gudni.is, 17.9.2008 kl. 11:08

3 Smámynd: Ragnhildur Jónsdóttir

Gott að heyra góðar fréttir!    Þessi pest er ansi leiðinleg en gengur þó yfir, er sjálf búin að prófa hana undanfarið ....  

Stelpurnar þínar eru náttúrulega algjörar perlur  Bestu kveðjur á familíuna frá okkur hérna á Skúló

Ragnhildur Jónsdóttir, 21.9.2008 kl. 13:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigrún Þorbjörnsdóttir

Höfundur

Sigrún Þorbjörnsdóttir
Sigrún Þorbjörnsdóttir

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • IMG 7150
  • IMG 7145
  • IMG 8394
  • IMG 7856
  • IMG 7847

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband