8.9.2008 | 18:16
Útborgunardagur
Ég fékk útborgað í dag sem er kannski ekki í frásögur færandi. Nema hvað, ég hef aldrei fengið eins flottan launaseðil...
Það er ekki amalegt fyrir mömmur að fá svona útborgun, heila fjölskyldu. Þetta færði Þórdís mér þegar hún kom úr leikskólanum áðan Mér fannst þetta svo krúttlegt, og svo merkt "mamma og pabbi" efst. Reyndar er líka upphæð á seðlinum, ein og hálf milljón eða eitthvað álíka en það er aukaatriði.
Svo er Þórdís alltaf teiknandi. Og hún er voða klár að teikna og hugmyndarík. Ég mundi aldrei hafa hugmyndaflug á við hana. Þessa mynd gerði hún handa mér um daginn þegar við kíktum í kaffi til Stínu. Blóm gleðja alltaf, líka teiknuð með brosi
Um bloggið
Sigrún Þorbjörnsdóttir
Færsluflokkar
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
En yndislegar myndir! Og dásamlegasta útborgun sem hægt er að hugsa sér
Þakka þér fyrir yndisleg komment á bloggið mitt Sigrún. Bestu kveðjur til ykkar allra frá okkur Lalla báðum
Ragnhildur Jónsdóttir, 9.9.2008 kl. 12:51
Takk Ragga mín. Eydís var í tölvunni í kvöld og kallaði í mig "mamma, sjáðu, þarna er konan sem við vorum hjá" og benti á smámyndina af þér Þær minnast reglulega á heimsóknina. Bestu kveðjur til ykkar frá okkur.
Sigrún Þorbjörnsdóttir, 10.9.2008 kl. 23:52
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.