Ömmukrútt og afastelpur

Á fimmtudaginn fyrir viku var Þórdís eitthvað farin að sakna ömmu sinnar og afa. Hún bað mig um að koma í heimsókn til þeirra en Steini var á bílnum í bænum svo við komumst ekki. Rétt á eftir hringdi mamma og Þórdís talaði við hana í símann. Hún bað ömmu sína að koma til sín, en þá voru mamma og pabbi akkúrat á leið út úr bænum, svo þau komust ekki til okkar. Mamma heyrir svo í gegnum símann tilkynningu þess efnis að "amma vill ekki koma til okkar". Amma varð alveg miður sín að heyra hvernig hún tók þessu og ég held að afi (pabbi) hafi fengið skammir frá henni, af því að þau komu ekki hingað daginn áður, hehe. Svo það var þeirra fyrsta verk að mæta á staðinn þegar þau komu í bæinn aftur, svo stelpurnar mundu nú ekki missa alla trú á ömmu sinni W00t 

IMG 9536

Þórdís ömmukrútt, ánægð að hafa ömmu í heimsókn

IMG 9533

Eydís að sýna ömmu dót

IMG 9527

Afi fékk hárgreiðslu hjá Eydísi. Hún er ekki sú mjúkhentasta sem ég þekki...hehehe

IMG 9549

Hér er Þórdís eitthvað að sprella í afa sínum

Svo bað afi Eydísi um að ná í kaffibollann sinn inn í eldhús. Hún spratt af stað, voða ánægð með að afi sinn vildi fá kaffi...

IMG 9552

...og hljóp inní herbergi til að hella á kaffi LoL 

IMG 9553

Sem afi drakk náttúrulega af bestu lyst. Fékk held ég ábót líka Tounge

IMG 9531

Steini lenti í smá garnaflækju. Ég hef ekki þolinmæði í að leysa svona flækjur Blush en nota bara þolinmæðina í að prjóna dúkkuföt úr garninu Grin

IMG 9555

Svo voru komnar fleiri hjálparhendur að leysa úr flækjunni

IMG 9558

Eydís rúllar bolta með ömmu.

Svo ætlar amma (mamma) að bæta upp ömmu-ímyndina um helgina. Stelpurnar ætla til hennar á laugardaginn og gista hjá henni eina nótt. Þær ætluðu að "passa" ömmu sína meðan afi færi út úr bænum, en svo breyttist það, og þær ætla að passa bæði ömmu og afa. Ég býst við að við notum tækifærið og skreppum á Ljósanótt. Við allavega viðrum okkur eitthvað Smile

Knús til ykkar Heart


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Yndisleg færsla Sigrún mín.  Gott hjá Þórdísi að narra ömmu í heimsókn  Á þessu heimili kallast þetta að vera með ömmuveikina.  Ég skil hana svo vel að sakna ömmu, og ennþá betur skil ég ömmu að hafa samviskubit. 

Það er gott að eiga góðar hjálparhendur í garnaflækju. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 5.9.2008 kl. 10:16

2 Smámynd: Sigrún Þorbjörnsdóttir

Já ég gat ekki annað en vorkennt mömmu. Það getur verið skondið hvernig börn taka hlutunum, þó meiningin sé allt önnur

Sigrún Þorbjörnsdóttir, 5.9.2008 kl. 19:17

3 Smámynd: Matthilda M. Eyvindsd Tórshamar

Ömmur eru gulls ígildi. Sem betur fer er stutt til föðurömmu stelpnanna minna og geta þær kíkt í heimsókn til ömmu og afa hvenær sem þeim dettur í hug og alltaf á amma eitthvað gott uppi í skáp.

Á ekki að hafa rómantískt kvöld fyrst þið eruð ein heima? Stundum vildi ég óska að við (ég og maðurinn minn) gætum haft svona hygge aften, bara við tvö ein.

Matthilda M. Eyvindsd Tórshamar, 6.9.2008 kl. 11:18

4 Smámynd: Sigrún Þorbjörnsdóttir

Oh, ég vaknaði í nótt, komin með einhverja pest. Er stútfull af kvefi og beinverkjum  svo það verður kannski ekkert sérlega rómó kvöldið... Svo eigum við miða í leikhús á morgun, ég er búin að hlakka svo til að fara með stelpurnar, svo ég ligg bara voða stillt í dag í von um að ég komist með á morgun.

Við reynum að hafa svona "okkar kvöld" af og til, mæli sko með því að þú reynir það

Sigrún Þorbjörnsdóttir, 6.9.2008 kl. 12:39

5 Smámynd: gudni.is

Heheh aumingja amman gamla... Ég sé alveg fyrir mér svipinn á henni þegar hún heyrði setninguna "amma vill ekki koma...."

Knúskveðja, Guðni

gudni.is, 8.9.2008 kl. 14:59

6 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Vonandi hefurðu komist í leikhúsið Sigrún mín. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 8.9.2008 kl. 16:35

7 Smámynd: Sigrún Þorbjörnsdóttir

Guðni, ég held að amma hafi fengið uppreisn æru um helgina. Knús til þín líka.

Ásthildur, *grát grát* ég komst ekki í leikhúsið að sjá Skilaboðaskjóðuna. Var búin að hlakka svo til og ætlaði að hugsa til þín á meðan. Ég varð að láta mig hafa það að liggja heima veik. En mamma og pabbi fóru með stelpurnar og þær skemmtu sér vel ( og gamla settið líka ).

Sigrún Þorbjörnsdóttir, 8.9.2008 kl. 16:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigrún Þorbjörnsdóttir

Höfundur

Sigrún Þorbjörnsdóttir
Sigrún Þorbjörnsdóttir

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • IMG 7150
  • IMG 7145
  • IMG 8394
  • IMG 7856
  • IMG 7847

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband