Prinsessan og spariskórnir

Það varð heilmikið drama í fjölskyldunni um daginn. Við vorum á leið í afmæli þegar uppgötvaðist að spariskórnir hennar Þórdísar voru orðnir of litlir. Aðrir spariskór sem hún átti voru einhverra hluta vegna allir í mold sem ekki var hægt að þrífa af, því skórnir voru svona glimmerskór og allt fast í glimmerinu. Hún var alveg ómöguleg yfir þessu. Skódama eins og hún getur ekki verið þekkt fyrir að vera ekki rétt skóuð LoL og þar sem við vorum á leið í heimsókn til Öldu á sunnudaginn, var ekki annað hægt en að skella sér í skóferð í Smáralindina á laugardaginn. Eydís sagði ekki orð á meðan Þórdís valdi og mátaði réttu skóna. Ég spurði hana svo hvort hún vildi líka skó og hún jánkaði því strax og gekk beint í hilluna með skóm sem hún var greinilega búin að velja sér í huganum.

IMG 9475

Eydís komin heim með nýju skóna sína, voða ánægð

IMG 9479

Og Þórdís komin í sína skó. Þær hafa alveg sína skoðun hvaða skó þær vilja og völdu sjálfar.

IMG 9482

Sætar systur saman

IMG 9490

Svo rann upp sunnudagurinn. Þær fóru í bað áður en við fórum í bæinn. Hilmir var kominn í heimsókn, og auðvitað fór hann bara í bað líka.

IMG 9502

Hér erum við komin til Öldu mágkonu. Þangað fer ekki Þórdís nema í sínu fínasta pússi Grin og hér er Alda eitthvað að dekstra þær.

IMG 9507

Þórdís með Öldu sinni. Hún er án efa uppáhaldsfrænka hennar. Hún ætlar að verða söngkona eins og Alda, enda var gantast með það á fæðingardeildinni þegar hún fæddist, að hún yrði örugglega sópransöngkona. Hún yfirgnæfði öll önnur börn á spítalanum, og jamm, það heyrist víst vel í henni ennþá W00t

IMG 9512

Og það var einmitt Alda sem tók á móti Eydísi þegar hún fæddist

IMG 9509

Hér eru frænkurnar saman. Þórdís, Alda, Eydís og Linda, dóttir Öldu. Það var alveg sérstök stund, og Þórdís rifjar það oft upp, þegar hún lokaði sig inni í herbergi með Öldu og fékk að skoða alla fínu spariskóna hennar. Hún á ekki langt að sækja skódelluna sína, þetta kom allt með genunum W00t

Takk fyrir yndislegan dag í gær Alda mín InLove

Bestu kveðjur til ykkar


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Matthilda M. Eyvindsd Tórshamar

Auðvitað verða prinsessur að eiga alvöru prinsessuskó.

Mætti ég fá "lánaða" hugmyndina að Hello Kitty húfuni, sem ég sá hérna á síðunni þinni? Geri ráð fyrir að þú hafir prjónað hana.

Matthilda M. Eyvindsd Tórshamar, 2.9.2008 kl. 18:34

2 Smámynd: Sigrún Þorbjörnsdóttir

Sendu mér mail á nudd@vortex.is og ég skal senda þér uppskriftina. Ég skáldaði reyndar uppskriftina en er búin að telja hana út og setja á blað fyrir þig

Sigrún Þorbjörnsdóttir, 2.9.2008 kl. 20:19

3 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Það er nú líkast til að prinsessur þurfi almennilega skó.  Ekki spurning.  Gaman að skoða myndirnar þínar Sigrún mín.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 5.9.2008 kl. 10:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigrún Þorbjörnsdóttir

Höfundur

Sigrún Þorbjörnsdóttir
Sigrún Þorbjörnsdóttir

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • IMG 7150
  • IMG 7145
  • IMG 8394
  • IMG 7856
  • IMG 7847

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband