Vörn fyrir börn og silfurgleði

Það er nú einu sinni svo að mestu slysahætturnar eru inni á heimilinu hjá manni. Ég spái talsvert í hvernig ég get komið í veg fyrir að börn slasist hérna og eftir því sem þau eldast, þá þarf ég alltaf að vera að hugsa út eitthvað nýtt.

Stelpurnar eru farnar að bjarga sér svo mikið sjálfar. Ef þær verða þyrstar, þá klifra þær uppá eldhúsinnréttingu til að ná sér í glas. Ég var alltaf að verða vitni að einhverjum loftfimleikum inní eldhúsi og var orðin skíthrædd um að þær dyttu í gólfið, á grjótharðar flísarnar. Ég ákvað því að gera smá breytingar í eldhúsinu. Það var alltaf einn neðri skápur sem ég notaði ekki, því hann var með svo leiðinlegu innvolsi og ekki í standard stærð svo ekki var hægt að kaupa inní hann. Steini skrapp til Njarðvíkur, til hans Ragnars í RH trésmiðju, og hann var ekki lengi að redda okkur fínum skúffum í skápinn. Hann var svo fljótur að redda þessu að Steini hafði enga afsökun og varð að klára dæmið fyrir mig Grin

IMG 9467

Þórdís ánægð með að þær fengju skúffu niðri fyrir sín glös og diska. Ég setti reyndar alla diska þarna og finnst það bara miklu betra.

IMG 9448

Stelpurnar bjuggu til fána. Hér er Eydís með sinn fána.

IMG 9451

Svo var fylgst með heimkomu strákanna okkar í handboltanum í sjónvarpinu. Ekkert smá flottar móttökur sem þeir fengu. Við gátum skemmt okkur jafn vel, þó svo við horfðum á þetta heima í stofu en ekki á staðnum.

IMG 9466

Kannski að Þórdís verði handboltafrík eins og mamma hennar...

Ég kláraði að horfa á orðuveitinguna og fór svo uppí kirkju að klippa niður myndir sem verða notaðar í sunnudagaskólanum í vetur. Þetta eru held ég yfir þúsund myndir sem þarf að klippa, svo það verður annað klippikvöld.

Svaf svo frekar lítið í nótt þar sem stelpurnar voru að vakna upp til skiptis. Ég endaði uppi í rúmi hjá Þórdísi og svo kom Eydís þangað líka

IMG 9471

Jamms, ég svaf sem sagt þarna á milli og vaknaði vel spörkuð í morgun og tók þessa mynd af þeim systrum Grin Get vonandi staðið við það að fara snemma að sofa í kvöld...

Bestu kveðjur til ykkar


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Sigrún mín, það er alveg rétt að flest slys verða í heimahúsum, og einmitt vegna þess að börnin eru að bjarga sér sjálf, eða einhver eiturefni eru í ruslaskápum, eða í handfæri við börnin okkar.  Þetta er snilldar hugmynd hjá þér með glasaskúffuna fyrir þær í réttri stærð. 

Algjörar dúllur stelpurnar þínar.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 29.8.2008 kl. 13:34

2 Smámynd: Sigrún Þorbjörnsdóttir

Takk Ásthildur. Ég hef einmitt aldrei haft nein eiturefni í neðri skápum eða þar sem börn sækja það auðveldlega. Vandi mig á það löngu áður en mínar stelpur fæddust. Hef alltaf verið umkringd börnum svo ég ákvað bara strax að vara mig á því. Það er aldrei of varlega farið. Knús á þig.

Sigrún Þorbjörnsdóttir, 29.8.2008 kl. 13:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigrún Þorbjörnsdóttir

Höfundur

Sigrún Þorbjörnsdóttir
Sigrún Þorbjörnsdóttir

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • IMG 7150
  • IMG 7145
  • IMG 8394
  • IMG 7856
  • IMG 7847

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband