22.8.2008 | 21:40
Haust-menningarskipulag og fleira
Ég er búin að vera lasin heima síðustu daga. Var slöpp eitthvað í síðustu viku en hélt ég væri bara þreytt, en er svo búin að vera með hita síðustu daga. Samt ekki nógu veik til að gjörsamlega liggja í bælinu, en nógu slöpp til að fara að skjálfa um leið og ég reyni að gera eitthvað. Náði samt að hoppa hæð mína nokkrum sinnum yfir handboltaleiknum í dag, sem var bara frábær. Mér finnst voða fúlt að vera svona lasin. Hjartað í mér verður svo lítið þegar ég fæ smá pest...ég fer einhvern veginn í gamla farið og finnst ég verða veik lengi lengi... Þegar ég vakna og finn að ég er enn veik, finnst mér eins og þetta verði alltaf svona. Sama hvað ég hugsa um eitthvað annað, þetta plompar bara uppí hausinn á mér. En Aurora vinkona mín var svo sæt við mig í dag. Hún minnti mig á að ég væri sko algjör nagli, þó ég liti út eins og bleik og ljóshærð með glimmeri, þá væri ég nú gamall rallynagli, hahaha
Niðurstaðan varð sú að ég væri "bleikur nagli" Það þarf ekki mikið til að lyfta mér á hærra plan, mér leið bara strax betur. Takk skvís
Ég er nú samt búin að nýta tímann ágætlega. Elsku brói minn græjaði fartölvuna svo nú get ég legið í sófanum með tölvuna, þarf ekki lengur að hanga inní herbergi í "gömlu gufuvélinni þar". Ég er sjálfskipaður menningarfulltrúi fjölskyldunnar og þar sem ég er leikhúsfrík er ég búin að skipuleggja leikhúsferðir haustsins. Við förum með dæturnar í september að sjá Skilaboðaskjóðuna í Þjóðleikhúsinu. Ég held bara að Þórdís sé orðið með þetta innbyggt hjá sér. Hún var að rukka mig um leikhúsferð fyrir nokkrum dögum, en ég fer alltaf með stelpurnar á a.m.k. tvær barnasýningar yfir veturinn. Svo keypti ég líka miða á Fló á skinni í október, fyrir alla fjölskylduna, þ.e. mömmu, pabba, systkini mín og okkur. Ég varð mjög ánægð þegar leikfélag Akureyrar ákvað að koma með þessa sýningu hingað suður. Ég ætlaði að bjóða Steina í helgarferð til Akureyrar síðasta vetur og sjá sýninguna, en ó mæ, flug fyrir okkur tvö kostaði yfir fimmtíu þúsund og þá væri eftir hótel, leikhús og út að borða. Þetta kostaði yfir hundrað þúsund þegar ég var búin að reikna allt og fyrir sama peninginn fórum við til Póllands í æðislega fimm daga ferð. Mér finnst verð á flugmiðum innanlands alveg fáránlega dýrt miðað við flugmiða til útlanda.
Ég verð svo að monta mig smá. Steini fékk mjög ánægjulegt símtal í dag. Hann er með garðaþjónustu á sumrin og Hafnarfjarðarbær veitti viðurkenningu fyrir snyrtilegan og vel hirtan garð sem hann sér alfarið um.
Þetta er lóð umhverfis 4 fjölbýlishús í Lækjargötunni í Hafnarfirði. Ekkert smá flott viðurkenning og gaman þegar tekið er eftir svona.
Svo vona ég bara að allir verði stilltir á menningarnótt og vakni eldsnemma á sunnudaginn til að horfa á "strákana okkar". Gangi þeim vel.
Áfram Ísland !!!
Um bloggið
Sigrún Þorbjörnsdóttir
Færsluflokkar
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Láttu þér batna skvís, og mundu að fyrir ofan skýin skín sólin.
Ég held að ég sé eina mannsekjan á Íslandi sem horfði ekki á leikinn í gær. Ég var upptekin við saumavélina, stytta nokkrar buxur og gera við saumsprettur. En svona eru áhugamálin ólík. En kallinn fylgdist spenntur með og fannst mér mesta skemmtunin að fylgjast með honum.
Matthilda M. Eyvindsd Tórshamar, 23.8.2008 kl. 11:33
Takk Matthilda, ég held það sé eitthvað að rjátla af mér. Já það voru sennilega fáir sem ekki fylgdust með í gær. Þetta er þá hjá þér eins og hjá pabba, mamma er nefnilega ein af þeim sem tapar sér yfir handboltaleikjum, og mest gaman hjá pabba er að fylgjast með henni og helst æsa hana aðeins upp, hehe.
Sigrún Þorbjörnsdóttir, 23.8.2008 kl. 22:41
Góðan bata ljúfust og til hamingju með Steina. Gaman að fá svona viðurkenningu fyrir vel unninn störf.
Og gaman að skipuleggja leikhúsferðir. Ég hef grun um að SKilaboðaskjóðuhugmyndin sé runninn undan leikverki sem ég samdi fyrir nokkrum árum á leiklistarnámskeiði í Grunnskólanum hér, sem ég nefndi Ævintýralandið, og þar voru tekin fyrir hin ýmsu ævintýri, með tilliti til ofbeldisins í þeim, og þau færð svolítið í stílinn. Þetta verk átti að setja upp á Borgarfirði eystra í vor, veit ekki hvort varð af því. Væri gaman að frétta af því.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 25.8.2008 kl. 10:43
En gaman Ásthildur. Þú ert svo dugleg í öllu, fátt sem þú hefur ekki komið nálægt. Það sem ég veit um Skilaboðaskjóðuna, er að hún er gerð eftir samnefndri bók eftir Þorvald Þorsteinsson. Hann hefur kannski fengið þessa hugmynd hjá þér. Ég forvitnaðist inn á heimasíðu Borgarfjarðar eystri, sá þar myndir frá sýningu sem var í pósthúsinu í sumar, sem nefndist Ævintýraland. Þetta gæti verið verkið þitt.
Sigrún Þorbjörnsdóttir, 25.8.2008 kl. 14:11
Já einmitt, ég ætti að kíkja á það. Gaman að þessu.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 26.8.2008 kl. 09:26
Vona að þú sért öll að hressast Sigrún. Til hamingju með garðviðurkenninguna, frábært!
Það er alltaf gaman að fara í leikhús og yndislegt að fylgjast með börnum upplifa galdurinn í leikhúsinu.
Bestu kveðjur og hafið það gott elskurnar
Ragnhildur Jónsdóttir, 26.8.2008 kl. 15:02
Takk Ragnhildur mín. Ég er bara að verða alveg spræk Hí hí, ég vildi einmitt geta tekið upp á video andlit stelpnanna á meðan sýningin stendur yfir. Þær bíða spenntar, sérstaklega Þórdís. Hún skilur ekkert í því af hverju við drífum okkur ekki strax fyrst ég er búin að kaupa miðana
Vonandi gengur allt vel hjá ykkur.
Sigrún Þorbjörnsdóttir, 28.8.2008 kl. 22:32
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.