Truflaðar mægður og hjálparhendur

Stelpurnar voru búnar að vera á leikskólanum í tvo daga og við allar komnar með fráhvarfseinkenni frá hvor annarri. Þær voru því í fríi í gær og við mæðgur fórum á flakk. Við byrjuðum á að heimsækja Ragnhildi bloggvinkonu mína. Ég fór á myndlistarsýninguna hennar fyrr í sumar og hafði náttúrulega fallið fyrir verkum hennar Smile Fyrsta sinn sem mig hefur langað í listaverk sem ég sé á sýningu, svo ég keypti af henni eina mynd sem ég sótti í gær. Stelpurnar voru hálf smeykar við hundana hennar, en svo var allt í lagi þegar þeir voru komnir bak við hlið. Þær voru bara á kafi að leika sér á meðan við spjölluðum saman. Gaman hvað bloggheimurinn getur kynnt mann fyrir nýju fólki. Takk kærlega fyrir okkur Ragnhildur Joyful Við fórum svo og kíktum á endurnar á Læknum í Hafnarfirði, alltaf jafn vinsælt hjá smáfólkinu. Svo var haldið af stað í vinnustaðatrufling. Við heimsóttum Lúkas mág minn í vinnuna hans og ég verslaði þar í heildsölunni. Fórum svo og trufluðum pabba í vinnunni. Því næst fórum við að trufla Steinþór í vinnunni, neyddum hann til að taka sér kaffitíma og svo fórum við aftur til pabba í vinnuna og trufluðum hann ennþá meira. Hitti þar Guðna og gat montað mig af nýja listaverkinu mínu.

IMG 9355

Hér er Þórdís í heimsókn í afa vinnu

IMG_9351

Og hér er afi sjálfur (pabbi). Honum leiddist nú ekkert að fá svona afastelpur í vinnustaðatrufling Smile

IMG 9359

Þrátt fyrir mjög virðulega partasölu er þetta kannski ekki rétti klæðnaðurinn til að mæta í W00t

IMG 9353

En það er voða gaman að fylgjast með afa á lyftaranum

IMG 9316

Hér er Eydís komin í rétta klæðnaðinn og farin að hjálpa til við málningarvinnu W00t

IMG 9323

Og hér er Þórdís mætt í málningarvinnu líka. Ég vona samt að þið haldið ekki að hér fari fram einhver barnaþrælkun Errm Mín skoðun er bara sú, að leyfa börnunum að taka þátt í því sem þau geta og vilja, þó svo það kosti það að ég sé fimm sinnum lengur að gera hlutina. Við eigum bara enn fleiri ánægjustundir saman fyrir vikið Smile

IMG 9340

Hér brýtur Þórdís saman þvott. Hún hefur haft gaman að því frá því hún gat setið upprétt og er ekkert smá vandvirk við þetta.

IMG 9342

Já það er gott að hafa svona duglegar hjálparhendur. Það er ýmislegt sem þarf að gera.

IMG 9360

Svo fengum við skemmtilega heimsókn í kvöld. Margrét kom til okkar og við sátum heillengi á spjalli og tókum svo í spil. Þessi yndislega kona veitti mér sko heldur betur hjálparhönd síðasta sumar á meðan ég var í lyfjameðferðinni. Hún kom hingað nokkrum sinnum í viku og þreif hátt og lágt og sá um þvottinn. Það var ekki auðvelt fyrir mig að þurfa að láta einhverja manneskju þrífa undan mér skítinn, og ekki heldur fyrir einhverja manneskju að þola dintina í mér Blush Margrét var næstum eina manneskjan sem ég gat hugsað um að fá, og ég var svo lánsöm að hún bauð sig fram. Ég fæ aldrei fullþakkað fyrir það sem fyrir mig var gert InLove

En nú er kominn tími fyrir koddann Sleeping Góða nótt

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: gudni.is

Þið eruð ótrúlega truflaðar þið mæðgurnar...hahaha!!! Náðuð samt ekkert að trufla mig alvarlega...

Léstu nágrannakonuna fá rós frá mér...??

p.s. Ég vorkenndi Margréti (og ýmsum öðrum líka) mjög svo að þurfa að þola dintina í þér á meðan þú varst í lyfjameðferðinni. Þá rifjaðist t.d. stundum upp fyrir mér ákveðin setning sem átti sér stað í æsku þinni - "Ég vil fá smör"!!!  Hahahahahahahahaaaaaa

gudni.is, 15.8.2008 kl. 01:48

2 Smámynd: Matthilda M. Eyvindsd Tórshamar

Takk fyrir að vilja vera bloggvinkona mín.

Matthilda M. Eyvindsd Tórshamar, 15.8.2008 kl. 10:36

3 Smámynd: Ragnhildur Jónsdóttir

Þið eruð alveg yndislegar mæðgur. Það er svo sannarlega skemmtilegt hvað bloggheimurinn tengir mann við gott fólk sem maður hefði örugglega ekkert hitt annars. Takk kærlega fyrir komuna, það var alveg meiriháttar að fá ykkur í heimsókn Sjáumst vonandi aftur. Getur nokkuð verið að það hafi dottið lítill bangsi úr bílnum ykkar hérna fyrir utan?

Ég er mjög ánægð að myndin mín sé hjá þér Sigrún. Manni er einhvern veginn ekkert alveg sama hvert þær fara... 

Bestu kveðjur

Ragga 

Ragnhildur Jónsdóttir, 15.8.2008 kl. 10:39

4 Smámynd: Sigrún Þorbjörnsdóttir

Guðni: Að sjálfsögðu fékk hún rósina. Ég held samt að maðurinn hennar sé búinn að sitja sveittur við að láta allar einhleypu vinkonur hennar fá símanúmerið þitt, hahahahaaa  Hmmm...þetta með smjörið...ég held að ég muni seint gleyma því...mínir svokölluðu vinir og ættingjar minna mig reglulega á það, hahaha  Annars fékkst þú nú líka að kenna á því síðasta sumar, minn elskulegi, ég gleymi því ekki  Knús á þig krúsírófa

Matthilda: Velkomin í bloggvinahópinn minn. Mér er heiður að því að gerast bloggvinkona þín.

Ragnhildur: Takk fyrir okkur. Það var mjög gaman að heimsækja þig. Eydís sá myndina af þér hérna áðan og sagði "þarna er konan" voða montin af því að þekkja þig  Það eru alveg líkur á því að bangsinn sé frá okkur, það eru alltaf einhver tuskudýr með í ferðum. Er samt ekki viss nema sjá hann. Mágkona mín var hjá mér í gær og fyrsta sem hún rak augun í var myndin þín  Ég er mjög ánægð með hana.

Sigrún Þorbjörnsdóttir, 15.8.2008 kl. 12:23

5 Smámynd: Heiður Þórunn Sverrisdóttir

Kvitt og knú til ykkar ég verð að gera mér ferð og skoða myndina að er alveg greinilegt æj mér er engin vorkun hvað eru þetta 3 hús...ehheh

kveðja Heiður 

Heiður Þórunn Sverrisdóttir, 15.8.2008 kl. 13:50

6 Smámynd: Tiger

Skemmtilegar myndir hjá þér - líflegar og fallegar skottur sem eru þarna á ferðinni! Alltaf svo yndislegt að hafa börnin í kringum mann - og minningarnar á alltaf að festa á filmu, bara yndislegt!

Hafðu ljúfa helgi mín kæra og njóttu lífsins! Knús og kramerí á þig skottið mitt!

Tiger, 15.8.2008 kl. 14:16

7 Smámynd: Sigrún Þorbjörnsdóttir

Já einmitt Heiður, 3 hús, ekki langt að fara...alltaf kaffi á könnunni.

Tigercopper - einmitt, ég er alltaf að þvælast með myndavélina og hugsa alltaf hvað það verður skemmtilegt seinna meir, að geta flett myndunum og rifjað upp minningarnar  Knús og kram á þig ljúfurinn minn!

Sigrún Þorbjörnsdóttir, 15.8.2008 kl. 14:38

8 identicon

ha ha ha    losnar aldrei við smjörið   

aurora (IP-tala skráð) 17.8.2008 kl. 14:27

9 Smámynd: gudni.is

Hehe... Gaman að þarna kom ein sem man eftir smjörsögunni.... Hahahahaha

gudni.is, 17.8.2008 kl. 19:31

10 Smámynd: Sigrún Þorbjörnsdóttir

Jæja þá, smjörbollurnar mínar. Ég virðist bara vera orðin kjaftstopp - í bili  

Áfram með smjörið

Sigrún Þorbjörnsdóttir, 17.8.2008 kl. 21:02

11 Smámynd: gudni.is

Hahahahahahahahahahhahahaha

Knúskveðja frá stóra litlabróður (síðasta athugasemdin sem þrítugur litlibróðir). Tomorow 31 will come

gudni.is, 17.8.2008 kl. 23:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigrún Þorbjörnsdóttir

Höfundur

Sigrún Þorbjörnsdóttir
Sigrún Þorbjörnsdóttir

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • IMG 7150
  • IMG 7145
  • IMG 8394
  • IMG 7856
  • IMG 7847

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 1189

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband