Gleðidagur með fallegu fólki

Laugardagurinn var sannkallaður gleðidagur. Ég missti reyndar af Gleðigöngunni þetta árið. Vinir okkar og nágrannar, Eva og Rabbi, voru að gifta sig þennan dag, og fór bæði athöfnin og veislan fram í garðinum heima hjá þeim. Veðurguðirnir voru okkur hliðhollir þennan dag, alveg logn, svo kom smá rigning rétt fyrir athöfnina, en svo stytti upp og sólin skein í sjálfri athöfninni. Það rigndi svo smá um kvöldið en það kom ekki að sök, því risastóru tjaldi var búið að koma fyrir í garðinum. Ég verð bara að segja það, að þetta er lang skemmtilegasta brúðkaup sem ég hef komið í. Athöfnin var látlaus og allt andrúmsloft svo afslappað og þægilegt. Þarna var mikið af hæfileikafólki, og voru það vinir og ættingjar sem sáu um öll skemmtiatriði.

IMG 9112

Þessi mynd er dæmigerð fyrir það hvað það var afslappað andrúmsloftið. Myndin er tekin einum og hálfum tíma fyrir brúðkaup, og þarna er sjálfur brúðguminn í rólegheitum að skrúbba rúðurnar.

IMG 9125

Hér eru gestirnir búnir að koma sér fyrir inni í tjaldi og brúðhjónin mæta á svæðið.

IMG 9139

Hér er búið að útbúa fallega kapellu í garðinum. Það var séra Auður Inga sem gaf brúðhjónin saman og var gaman að hlusta á það sem hún hafði að segja við brúðhjónin.

 

IMG 9148 

Hér eru það krúttmolarnir þeirra, Hafþór og Hilmir, sem færa þeim hringana.

IMG 9157

Og svo er það kossinn sem innsiglar hjónabandið InLove

IMG 9169

Hér eru Nonni á gítar og Guðbjörg vinkona Evu, að spila og syngja eftir athöfnina.

IMG 9180

Lukku Láki sá um matinn sem var algjört sælgæti, heilgrillað lamb, kjúklingur og meðlæti. Hér er Láki ásamt starfsmanni sínum að hafa allt klárt.

IMG 9191

Þórdís og Eydís fengu að vera með þar til eftir matinn. Þær voru búnar að fylgjast með undirbúningnum og fannst þetta virkilega spennandi. Þórdísi finnst ekki nógu gott að ég sé gift, hún er búin að spyrja mig hvort ég geti ekki gift mig aftur LoL 

IMG 9197

Það voru skemmtilegar ræður haldnar í veislunni. Ég var svo fegin að vera ekki eina grenjuskjóðan á svæðinu, því ég grét held ég allan tímann. Ekki af sorg, heldur af gleði. Hér eru brúðhjónin ásamt fjölskyldum sínum í hláturskasti, á meðan vinkonur Evu gera grín að grátkonunni miklu, en Eva er þekkt fyrir mikla tilfinningasemi.

IMG 9213

Það voru margir listamenn á staðnum. Hér eru Fanný og Dóri, vinir og nágrannar, að spila og syngja fyrir brúðhjón og gesti.

IMG 9226

Hér er Agnar, líka nágranni, og Nonni með atriði sem sló rækilega í gegn. Agnar samdi snilldarlegan texta, um Rabba, sem er sjómaður, að metast um sína frú við skipsfélaga sína, Snyrtifrúin, en Eva er snyrtifræðingur sem rekur Snyrtistofuna Fögru hér í bæ.

IMG 9231

Eva er líka þekkt fyrir að syngja allan daginn, alveg frá hjartanu. Hún ætlaði ekkert að syngja hér en varð að láta undan þrýstingi veislugesta, svo hér er hún mætt að taka lagið.

IMG 9237

Hér eru veislustjórarnir, Sara og Dóri, komin með brúðhjónin í leik þar sem þau þurfa bæði að svara spurningum án þess að sjá svarið hjá hinum. Þau voru bara merkilega sammála og hreinskilin W00t held þau hafi örugglega fengið 9,5 Smile

IMG 9257

Hér er Þröstur, bróðir Evu, að taka lagið. Hann söng nokkur lög af mikilli innlifun.

IMG 9267

Hér eru svo Fögru konurnar, Eva, Christine og Ása. Steinþór er einmitt með sína nuddstofu hjá þeim.

IMG 5457

Hér er svo afmælisbarn dagsins. Lárus, yndislegi fóstursonur minn, er nítján ára í dag. Hann er í Noregi, því miður fyrir hann, því ég ætla að baka stóra "Sigrúnartertu" sem er uppáhaldið hans, og verð bara að borða hana alla sjálf Tounge Til lukku með daginn, elsku Lalli minn Wizard

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Tiger

Æðislegar myndir - greinilegt að það hefur verið gaman í brúðkaupinu. Það er líka alltaf svo miklu skemmtilegra ef hægt er að halda svona veislur heima - eða svona úti. Ef veður er hlýtt og þurrt þá er það einmitt brilljand að gera þetta svona. Til hamingju með þessi brúðhjón - og til hamingju með 19 ára ská/töffarann þinn! Hafðu ljúfa nótt skottið mitt og yndislegan dag á morgun!

Tiger, 13.8.2008 kl. 03:12

2 Smámynd: Sigrún Þorbjörnsdóttir

Takk TíCí minn. Já það verður oft skemmtilegra andrúmsloft í svona heima-veislum. Tala nú ekki um ef skemmtiatriðin eru líka svona heimatilbúin. Knús á þig ofurtöffari

Sigrún Þorbjörnsdóttir, 13.8.2008 kl. 22:33

3 Smámynd: Heiður Þórunn Sverrisdóttir

Flottar myndir úr brúðkaupinu hjá Evu og Rabba.

Til hamingju með Lalla afmælisstrák.

Og svo kveðja knús til ykkar frá okkur hér. 

Heiður Þórunn Sverrisdóttir, 14.8.2008 kl. 08:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigrún Þorbjörnsdóttir

Höfundur

Sigrún Þorbjörnsdóttir
Sigrún Þorbjörnsdóttir

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • IMG 7150
  • IMG 7145
  • IMG 8394
  • IMG 7856
  • IMG 7847

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 1189

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband