Kálrækt og fleira til

Það skal alveg viðurkennast að það var hálf tómlegur kofinn hérna meðan skvísurnar fóru með ömmu sinni og afa á Fellsströndina. En ósköp notalegt samt að fá smá pásu. Við gátum slappað af og dekrað smá við hvort annað. Svo varð að dekra garðinn líka. Við gleymdum okkur í garðinum alveg þangað til það var orðið svo dimmt að maður sá ekkert hvað maður var að gera. Ekki veit ég hvað í ósköpunum við gerðum, eða hvort einhver er að hrekkja mig, en þetta fann ég svo í einu beðinu.

IMG 8978

Ég sé ekki betur en þetta sé einhver kálhaus...?? Kannski að ég hafi verið orðin alveg gal þarna úti um nóttina...W00t 

IMG 9025

En stelpurnar höfðu það flott hjá ömmu og afa. Hér er Eydís að dunda sér.

IMG 9048

Og hér eru þær glaðar með ömmu sinni Smile

IMG 9034

Svo eru komin bláber sem gaman er að tína

IMG 9040

Mér skilst að afi hafi sjaldan upplifað önnur eins flottheit. Hann lá í sólbaði og opnaði svo bara munninn og fékk ber Tounge Þeim fannst þetta spennandi, að fóðra afa sinn eins og fuglarnir gera við ungana sína. Svo var aðal fúttið öðru hvoru að segja við afa; "Afi, þetta var ormur" hehe, hvaðan skildu þær hafa þessa stríðni Tounge En þessar myndir eru að sjálfsögðu fengnar frá mömmu. Kærar þakkir fyrir okkur, mamma og pabbi.

Við fórum svo uppí lóðina okkar og þangað komu mamma og pabbi með stelpurnar til okkar. Við vorum þar í 6 daga. Ég held það sé nálægðin í sveitinni sem gerir það að verkum að stelpurnar elska að vera þar. Við erum þarna öll saman, sofum í sama rúmi, erum alltaf á svæðinu og það er alltaf verið að bralla eitthvað saman. Svo er hægt að hlaupa um allt þarna frjáls eins og fuglinn. Þórdís tapaði sér alveg þegar ég fór að pakka okkur saman til að fara heim. Hún grét hástöfum og vildi bara alls ekki fara Crying Ekki það að henni finnist neitt leiðinlegt heima, það er bara svo gaman í sveitinni. Svo á hún eina vinkonu þar sem er 11 ára og finnst voða gaman að spássa með henni.

IMG 8896

Já, það er alltaf eitthvað verið að bralla. Hér eru allir saman að moka holur til að steypa fyrir palli.

IMG 8904

Svo er ekkert leiðinlegt að fá að drullumalla steypu með pabba W00t

IMG 8918

Eydís aðstoðarkona, alltaf tilbúin með næstu skrúfu

IMG 8938

Þórdís er bara eins og sannur smiður, reiknar út og mælir hvar spýturnar eiga að vera

IMG 8945

Jamm, meira að segja ég gat tekið til hendinni og skrúfað pallinn. Eins gott að byrja að æfa sig áður en byrjað verður á húsinu W00t

IMG 8973

Hér eru svo Hafþór "Spiderman" og Þórdís "Solla stirða" að leik í gær.

IMG_8618

Hér er svo Hilmir ofurkrútt. Hann var að leika við Eydísi.

Kveðja og knús á ykkur


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: gudni.is

Skemmtilegar myndir hjá ykkur.

Mmmm eitt mál, hvað "kom fyrir" varðandi útlitsþemabreytinguna á síðunni hjá þér? Gerðiru þetta viljandi eða varstu að fikta og gerðir eitthvað óvart?? (bara smá áhyggjur af tæknifötlun þinni...) 

Knús til ykkar allra frá mér Og Pútín.

gudni.is, 8.8.2008 kl. 13:26

2 Smámynd: Ragnhildur Jónsdóttir

Fallegur og blómlegur garðurinn þinn. Óvænt kál? það er miklu betra en allt "óvænta" illgresið sem birstist í mínum.

Yndislega gaman alltaf í sveitinni hjá ykkur. Það er draumurinn minn að eiga einn svona blett í sveitinni, það kemur einhvern daginn Það er bara allt önnur orka, ilmur og hljóð og svo eins og þú segir að allir eru saman. Dásamlegt 

bestu kveðjur og takk fyrir sendinguna, við sjáumst fljótlega. p.s. Ef það er snúið fyrir þig að komast í bæinn, getur vel verið að ég geti skotist til þín í næstu viku. Hugsaðu málið

Ragnhildur Jónsdóttir, 8.8.2008 kl. 14:44

3 Smámynd: Sigrún Þorbjörnsdóttir

Guðni: Sko, þetta var allt með ráðum gert. Mér fannst þessi appelsína uppi svo ljót. Var alveg við það að fá appelsínuhúð af að horfa á hana. En það var einhver sem ég þekki sem ætlaði að búa til einhverja fína mynd fyrir mig til að hafa "í hausnum"...nefni engin nöfn  en fyrsti stafurinn er Guðni  

Knús á ykkur Pútín

Ragnhildur: Satt segirðu, það var náttúrulega miklu skemmtilegra að fá kálið heldur en arfann. Það er voða gaman að hafa svona blett í sveitinni, þar kemst maður burt frá öllu og í allt annan heim.

Það er ekkert snúið fyrir mig að koma í bæinn. Þetta heitir bara leti við að fara af stað  Hef líka verið smá upptekin en kemst alveg í næstu viku. Var að spá í að gera þetta að stelpuferð með litlu skvísurnar með mér. Er ferlega spennt

Sigrún Þorbjörnsdóttir, 8.8.2008 kl. 15:35

4 Smámynd: gudni.is

 Alveg rétt....

gudni.is, 8.8.2008 kl. 18:56

5 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Yndislegar myndir, og gaman að fylgjast með litlu stelpunum þínum Sigrún mín.  Vá hvað Þórdís er dugleg að mæla og smíða, alveg eins og alvöru.  Það hefur greinilega verið gaman hjá afa og ömmu.  Flott blómin þín líka elskuleg mín.

Þetta lofar allt góðu með sumarbústaðinn.  Komin pallur allavega og allir svo áhugasamir að gera gagn.  Knús á ykkur öll.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 8.8.2008 kl. 21:58

6 Smámynd: Sigrún Þorbjörnsdóttir

Takk Ásthildur mín. Já það verða örugglega margar hendur að hjálpast að við sumarbústaðinn. Ekki vantar áhugann. Knús á þig mín kæra.

Sigrún Þorbjörnsdóttir, 8.8.2008 kl. 23:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigrún Þorbjörnsdóttir

Höfundur

Sigrún Þorbjörnsdóttir
Sigrún Þorbjörnsdóttir

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • IMG 7150
  • IMG 7145
  • IMG 8394
  • IMG 7856
  • IMG 7847

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 1189

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband