29.7.2008 | 19:39
Það má alltaf á sig börnum bæta
Við ákváðum að vera bara heima um helgina. Sleppa ferð í lóðina svona eins og einu sinni. Ég var eitthvað orðin lúin af þessum þvæling sem hefur verið á okkur og langaði að vera heima. Þórdís var ekkert yfir sig ánægð með þessa ákvörðun. Hún vill helst bara vera uppí lóð og spyr mig mjög reglulega hvenær við förum En mér finnst það bara æði hvað stelpurnar una sér vel þar. En fyrst við vorum heima þá var náttúrulega planaður hittingur með krökkunum hans Benna sem stelpurnar eru búnar að sakna. Og það endaði með gistingu og öllu tilheyrandi, svaka fjör
Það varð að byrja á pottinum
Svo var bara farið í útilegu í stofunni Arnar Ísak er hér eins og sannur herramaður að útbúa tjaldið meðan "frúin" situr í sólbaði.
Jamm, allt orðið undirlagt í útilegu
Og svo náttla gista í tjaldinu í "þykjustunni"
Eydís útbýr nestið og dúkkurnar
Svo vildi hún taka mynd af mömmu. Fyrsta myndin sem hún tekur.
Maður þarf sko að sýna þessum stelpum ýmislegt, ekki slæmt að hafa óskipta athygli kvenþjóðarinnar
Hér sést að Þórdísi datt eitthvað sniðugt í hug
Og hendin strax komin í loftið, svo kom búúúmmm!
Hér eru vinkonurnar Brynja Katrín og Þórdís.
Svo fengu þau popp og eplasafa og horfðu á Alvin og íkornana
Svo þurfti að ærslast aðeins fyrir svefninn. Þetta var bara ekta náttfatapartý og allir fengu að sofa á flatsæng
Benni sótti krakkana á sunnudeginum og við fórum saman á ylströndina í Nauthólsvík. Síðan fórum við heim til þeirra og Benni grillaði handa okkur lamba-rib-eye, svaka gott
Og veðrið var mjög gott. Krakkarnir voru úti að leika í garðinum.
Þegar við komum heim um kvöldið hafði kisi greinilega saknað okkar. Hann lagðist ofan í prjónatöskuna mína og svaf þar hjá mér.
Í gær kom svo þessi góðkunningi í heimsókn. Ég er búin að komast að því að hann heitir Pjakkur. Hann trítlar hér um allt eins og hann eigi heima hérna. Simbi er eitthvað farinn að venjast honum. Hann kom að minnsta kosti að rannsaka hann betur núna
Svo fékk hann nudd hjá nuddmeistaranum
Og borgaði fyrir sig með því að skúra eldhúsgólfið
Mamma kom svo í gær og sótti stelpurnar. Þær fóru með afa sínum og ömmu í þeirra sveit. Eiga sjálfsagt eftir að skemmta þeim mjög vel í einhverja daga. Á meðan getum við dekrað smá við hvort annað og kannski séð einn heilan fréttatíma eða svo...
Um bloggið
Sigrún Þorbjörnsdóttir
Færsluflokkar
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 2
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 1189
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Knúskveðja til þín og ykkar allra frá litla bróður
gudni.is, 6.8.2008 kl. 14:56
Endalaust flottar myndir hjá þér - eins og oft áður. Flottur barnahópurinn og bara mjög flott myndin fyrsta "af mömmu" sko .. bara flott mamma!
Alltaf gaman þegar svona barnahittingur er - því þá er oftast svo mikið fjör og hamagangur, en sannarlega er þetta slítandi sko ... gott að geta skilað hluta barnanna aftur þegar maður er orðið búinn að fá nóg - eða þannig.
Gaman að sjá hvutta og kisu - greinilega að verða hinir mestu mátar sko, enda hvernig annað hægt á þessu kærleiksheimili?
Knús í nóttina þína skottið mitt og hafðu ljúfan dag á morgun.
Tiger, 8.8.2008 kl. 02:12
Guðni: Stórt knús til þín líka
Tigercopper: Takk takk. Já það þarf smá úthald í svona barnahitting, en það er ótrúlegt hvað maður verður vanur þessu. Um leið og einhverjum börnum er skilað birtast önnur hérna, haha, svo það virðist endalaust fjörið á þessu heimili. En þetta er líf mitt og yndi og auðvitað er gott að fá öðru hvoru smá pásu. Kisinn minn er nú svo forvitinn að hann verður að skoða alla. Gæti hugsanlega fengið knús og klapp frá einhverjum nýjum. Það er alltaf gaman að sjá þegar dýrunum semur vel.
Knús á þig ljúfastur
Sigrún Þorbjörnsdóttir, 8.8.2008 kl. 08:58
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.