24.7.2008 | 23:32
Pakkinn minn - ekki gleyma þeim sem minna mega sín
Fyrir um það bil einu og hálfu ári síðan ákvað ég að "eignast" eitt barn í viðbót. Eiginlega var þetta lengsta meðgangan mín, ég var búin að ganga með þetta í huganum í mörg ár, þar til ég lét verða af því að gerast styrktarforeldri barns í Pakistan í gegnum Abc barnahjálp. Ég var að hugsa um að styrkja stúlku, því þær eiga erfiðar uppdráttar, en ákvað samt að velja strák af því að ég á tvær stelpur. Fyrir mig er þetta mjög gefandi. Ég tárast af gleði þegar ég fæ sent kort og mynd frá honum (ég veit ég er væmin, en svona er ég bara ). Ég fæ líka sendar einkunnir frá skólanum hans, svo ég get fylgst með hvernig honum vegnar.
Þessi börn eiga sína drauma eins og við. Hér er Nouman 7 ára. Hann dreymir um að verða læknir. Honum gengur vel í skólanum og er ánægður og glaður.
Hér er hann á 9 ára afmælinu sínu. Ég sendi honum pening, 1500 krónur, og allt þetta fékk hann fyrir þann pening. Ég fékk sent þakkarbréf frá honum og líka teikningar frá honum
En það var ákveðið um daginn af Abc að afþakka sérgjafir til barnanna. Ég skil vel ástæðurnar fyrir því. Það getur verið erfitt fyrir önnur börn sem ekkert fá að sjá hin börnin fá gjafir. En það er bara út af eigingirni í mér, að ég varð smá spæld yfir þessari ákvörðun En ég get nú samt sem áður sent honum eitthvað sem kemst í umslag
Þegar ég var búin að gerast styrktarforeldri, smitaði það foreldra mína. Þau höfðu líka hugleitt þetta áður og létu verða af því að fá barn líka til að styðja.
Hér er "systir" mín, Amna. Hún er 10 ára.
Ég borga 2,000 krónur á mánuði og satt best að segja þá hef ég aldrei orðið vör við að ég sé að borga þetta. Ég hef ekki þurft að sleppa neinu sem ég geri, en hefði glöð gert það. Þetta dugar til að "drengurinn minn" geti gengið í skóla, fengið heilsugæslu og máltíð á hverjum degi. Og ég er ríkari í hjartanu fyrir vikið
Um bloggið
Sigrún Þorbjörnsdóttir
Færsluflokkar
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 2
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 1189
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þetta er fallegt. Ég ætlaði einhverntímann að gera svona, og hrindi, talaði við einhverja konu, en ég held að ekkert hafi verið gert, því miður. því ég var alveg tilbúin og er í sjálfu sér ennþá. Hef bara ekki tíma til að hafa samband ennþá. Ætla að gera það þegar haustar og vinnan minnkar. Þá hef ég samband við þig, og þú hjálpar mér við þetta Sigrún mín elskuleg.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 26.7.2008 kl. 11:33
Yndislegt Sigrún. Já það gefur manni sjálfum alltaf mikið að geta gefið öðrum. Flæði lífsins virkar bara einfaldlega þannig Þetta eru yndisleg börn bæði tvö og gott að vita að þau komast áfram í lífinu með aðstoð kærleiksríkra sendinga frá Íslandi
Ragnhildur Jónsdóttir, 26.7.2008 kl. 12:35
Þú ert endalaust flott á því ljúflingur. Það er ótrúlega fallegt og göfugt að taka að sér svona börn, en gefur líka margfalt til baka. ABC og álíka félög eru að vinna góð og þörf störf í þágu barna um allan heim og eiga mikið hrós skilið.
Þetta er líka minn pakki, jólapakki - því ég tek heilshugar þátt í svona starfi og eins og þú - sé ég sko ekki eftir þeim litla pening sem þetta kostar. Jólapakki já - því þetta gefur manni sjálfum svo mikið til baka, gleðin og hamingjan sem ætíð birtist þegar eitthvað lítið er gert - það minnir bara á jólin sjálf.
Endalaust gott hjá þér og sýnir fallegt hjartalag .. knús á þig fyrir það!
Hafðu yndislega helgi skottið mitt ...
Tiger, 26.7.2008 kl. 16:22
Ásthildur mín, minnsta mál að hjálpa þér með þetta. Ég fór inn á síðuna þeirra www.abc.is og þar var hægt að skoða lönd og myndir af börnum með upplýsingum um þau. Held að það sé hægt að græja þetta allt í gegnum netið, en ég vildi frekar hringja á skrifstofuna og gaf þá upp númerið á barninu sem ég hafði valið. Hafðu bara samband í haust ef þú vilt ég hjálpi þér Knús á þig
Takk Ragnhildur mín. Já það er ótrúlega góð tilfinning að vita af einhverjum börnum langt langt í burtu, og vita að maður geti hjálpað þeim áfram í lífinu. Og hver veit nema ég eigi eftir að hitta þau þegar þau verða orðin stálpuð. Knús á þig
Tigercopper, takk elsku ljúflingur. Svo satt að maður fær þetta margfalt til baka og ótúlegt hvað lítið verður mikið. Það má segja að það séu alltaf jólin hjá okkur
Knús á þig líka.
Sigrún Þorbjörnsdóttir, 26.7.2008 kl. 20:25
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.