Ævintýri

Nú meðan við erum í sumarfríi erum við ekkert að stressa okkur á svefnvenjum heimilisins. Stelpurnar vaka lengur frameftir og sofa lengur á morgnana. Nema í gærmorgun, þá vakna þær fyrir sjö og vilja endilega drífa mig á fætur. Nú skildi ég standa við loforð gærdagsins, sem var að þegar við mundum vakna, þá færum við að heimsækja Auroru í sveitina. Þær voru að rifna úr spenningi. Ég var ekki alveg tilbúin að leggja af stað þá, hehe, en þegar klukkan var að verða tíu lögðum við í hann. Við keyrðum Krísuvíkurleiðina sem er alveg afskaplega falleg leið.

IMG 8385

Við stoppuðum við Borgarhól. Ekki veit ég ástæðuna fyrir því af hverju fólk hefur raðað steinum þarna í litlar vörður...??

IMG_8400

Hér erum við komin til Auroru. Hundarnir komnir í boltaleik.

IMG 8404

Stelpurnar eru voða spenntar fyrir öllum dýrum. Fyrst var Eydís pínu smeyk við stóru hundana en það lagaðist fljótlega

IMG 8438

Svo var einn lítill hundur. Henni leist best á hann og var voða góð við hann. Svo varð hún voðalega sár þegar hann glefsaði aðeins í hana þegar hann var að frekjast yfir snúðbita sem hún átti. Hún átti frekar bágt yfir því vegna þess að hún hafði verið svo góð við hann. En þau urðu strax vinir aftur.

IMG 8405

Hér er haninn tignarlegur

IMG 8419

Og hænan með ungana. Ætli hún sé að fara að gefa þeim kóksopa? W00t

IMG 8409

Svo var ægilega gaman að skoða ungana

IMG 8417

Og ennþá meira gaman að fá að halda á þeim

IMG 8418

Og auðvitað fengu þær báðar að halda á unga Smile

IMG 8427

Hér er svo "bóndinn" Aurora. Hún hafði gefist upp á orfinu sínu og fékk sér gamaldags orf

IMG 8433

En Steini sláttukarl kom orfinu í gang og varð síðan að slá í leiðinni. Hann gat ekki hætt og Aurora varð auðvitað ofsa glöð Smile

IMG 8449

Svo voru Bára og Bjarki að stússast í hestum og við kíktum auðvitað til þeirra. Bára var ekki með stelpurnar með svo Þórdís og Eydís misstu af þeim, en fengu að leika sér með dótið þeirra í staðinn Smile

IMG 8451

Og það er aldrei langt í fjörið þar sem þessar eru Grin

IMG 8454

Svo heilsuðum við upp á hestana. Steini hreifst af þessu folaldi og langar að eignast það.

IMG 8456

Svo röltum við aftur heim til Auroru. Þegar við komum aftur til Grindavíkur um kvöldið höfðu stelpurnar sofið í bílnum og voru vaknaðar. Við ákáðum að kíkja aðeins í kaffi til Arnar og Gullu og auðvitað hittum við á afmæli hjá Erni. Við erum orðin sérfræðingar í því að þefa uppi afmælisveislur Tounge Svo ef einhver á afmæli bráðum, þá á ég örugglega eftir að detta inn Smile 

Knús og góða helgi


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnhildur Jónsdóttir

En hvað þetta hefur verið yndislegur dagur, það er fátt sem jafnast á við dag í sveitinni með dýrunum og góðum vinum.

Sigrún, Steini og prinsessur, kærar þakkir fyrir komuna á sýninguna mína í gær. Mikið þótti mér vænt um að sjá ykkur. Ég vona að við eigum eftir að hittast aftur

Ragnhildur Jónsdóttir, 20.7.2008 kl. 14:30

2 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Sigrún mín en gaman að sjá hana dóttur mína hressa og káta.  Og Áróra hún er orðin algjör villimaður hehehehe.. Flottar myndir, og gaman að skoða þær.  Stelpurnar flottar, auðvitað er gaman að fá að halda á unga, og vinna sig út úr hræðslu við hundana, er líka frábært.  Knús á þig og takk fyrir mig.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 21.7.2008 kl. 17:40

3 Smámynd: Sigrún Þorbjörnsdóttir

Þetta var frábær dagur Ragnhildur. Stelpunum finnst svona dagar vera algjört æði, sérstaklega gaman að skoða dýrin. Sýningin var frábær hjá þér, takk fyrir okkur. Ég vona líka að við eigum eftir að hittast aftur.

Ásthildur mín, hún Bára smitar alltaf allt í kringum sig af gleði og kæti  Já, Aurora er flott sveitakerling, hehehe.. Veistu, ég er svo fegin að Eydís skildi sættast við hundinn. Allt of mörg börn eru alltaf hrædd við hunda eftir að lenda í einhverju með þeim. Knús á þig

Sigrún Þorbjörnsdóttir, 21.7.2008 kl. 18:14

4 Smámynd: Tiger

Frábærar myndir hjá þér.  Alltaf gaman að sjá myndir úr sveitinni - tala nú ekki um að fara í sveitina - eða allavega að umgangast dýrin stór og smá. Sammála þér með að Krísuvíkurleiðin er virkilega skemmtileg og bara falleg ..

Hafðu ljúfa nótt og góða daga ...

Tiger, 22.7.2008 kl. 04:36

5 identicon

hvaða hvaða... ég á það nú alveg til að skella á mig fölsku augnhárunum, fara í síðkjólinn og pinnahælana...  ...og blikka hænsnin.. ha!   þúsund þakkir fyrir skemmtilegann dag spes kveðja til sláttumannsins! síðkjóllinn verður ekki eins blautur núna þegar ég arka um garðinn á pinnahælunum dönnuð eins og alltaf  

aurora (IP-tala skráð) 24.7.2008 kl. 02:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigrún Þorbjörnsdóttir

Höfundur

Sigrún Þorbjörnsdóttir
Sigrún Þorbjörnsdóttir

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • IMG 7150
  • IMG 7145
  • IMG 8394
  • IMG 7856
  • IMG 7847

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 1189

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband