15.7.2008 | 00:43
Draumateikningin fundin
Þá er hún loksins fundin, draumateikningin að sumarhúsinu. Við höfum verið að spá í fullt af teikningum og duttum svo niður á eina sem við bæði heillumst af. Við erum líka búin að vera dugleg að vera uppí lóð til að "máta" okkur á staðnum og átta okkur á umhverfinu. Svo nú er næsta mál hjá okkur að kaupa þessa teikningu og fá hana samþykkta. Ég er eins og lítið barn, ég er svo spennt. Ég sagði í kvöld að ég gæti lokað augunum og séð fyrir mér húsið í lóðinni og þá spurði Þórdís mig; "mamma, ertu með einhver önnur augu til að sjá húsið?" Haha, það er svo gaman hvað börn geta tekið hlutunum bókstaflega!
En við byrjuðum á því að koma við hjá ömmu og afa í Mosó á leiðinni uppí lóð, og Steini sló garðinn og fékk til þess góða aðstoð.
Eydís var líka voða montin á traktornum
Framkvæmdir bara langt komnar, hehe. Langþráð vatnið orðið tengt. Svo gleymdist eitthvað til að tengja og ég fór að sækja vatn í ketilinn. Fékk þá gusuna alla uppí ermina sem er eitthvað líkt brussuskapnum í mér. En nágrannakærleikurinn í sveitinni er í fullu gildi. Nágrannakona okkar sá þetta og var fljót að senda manninn sinn með stóran brúsa handa mér svo ég þyrfti ekki að hlaupa eftir vatni í hvert sinn
Svo er tæknin líka langt komin á ýmsum sviðum
Það leit nefnilega út fyrir að það væri að fara að rigna þegar ég var að fara að grilla holusteikina okkar. Þetta átti að bjarga kolunum, en svo bara stytti upp.
Veðrið var ekki eins gott og undanfarnar vikur, svo stelpurnar voru mikið inní húsbíl að spila og teikna. Ótrúlegt hvað þessir fjörkálfar létu sér það nægja
Þetta listaverk er tileinkað Guðna. Eydís teiknaði flugvélina hans, en hann missti af steikinni í þetta sinn því hann gat ekki flogið vegna veðurs eins og til stóð.
Ekki vantar hugmyndaflugið hjá börnunum. Ég lét stelpurnar hafa kassa utan af ís og Þórdís teiknaði þessa mynd sem er víst af mér þegar ég var lítil !
Um daginn fundum við hreiður rétt hjá húsbílnum. Ungarnir eru komnir úr eggjunum. Hér eru þeir svangir að bíða eftir mömmu sinni. Þeir galopnuðu munninn þegar þeir heyrðu þruskið í myndavélinni.
Þessi ungi hér er orðin meira sjálfbjarga. Hún var varla orðin tveggja ára þegar enginn mátti aðstoða hana við að klæða sig. Dugleg og röggsöm stelpa hér á ferðinni
Hér eru bændur að ferja hrossastóð. Smáfólkið hreifst mjög af öllum hestunum. Við fórum svo heim frekar snemma á sunnudeginum. Kíktum við hjá Gumma í sumarbústaðnum hans uppi á Skaga og lentum þar í heljarmikilli veislu. Við vissum ekkert af því, en pabbi hans átti 85 ára afmæli, svo við fengum tertur og kaffi þar.
Þessar myndarstelpur ætla að passa Þórdísi og Eydísi eitthvað í sumar, á meðan leikskólinn er í fríi. Ragnheiður er dóttir Stínu vinkonu og Jóhanna er dóttir Siggu systur Stínu. Ég fór að taka myndir fyrir Góðan daginn Grindvíking á aukabæjarstjórnarfundi í dag. Þegar ég kom heim voru þær búnar að taka til og þrífa eldhúsið. Aldeilis myndarskapur hjá þeim
Og hér er nýji bæjarstjórinn okkar í Grindavík, Jóna Kristín Þorvaldsdóttir. Hún á eflaust eftir að setja sinn svip á bæinn okkar. Merkileg kona hér á ferð.
Hér er Simbi að svala þorstanum á góðum degi í síðustu viku
Bestu kveðjur til ykkar
Um bloggið
Sigrún Þorbjörnsdóttir
Færsluflokkar
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 2
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 1189
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Til hamingju með draumateikninguna Sigrún mín. Það er rosalega gaman að gera eitthvað svona skemmtilegt, eins og að koma sér upp sumarhúsi, og lóð. Flott myndin af ungunum, sem opna ginið og vonast eftir matarbita Sniðug útfærsla á holusteikinni, og flottar teikningar hjá stelpunum. Pabbi á gott að hafa svona duglegan hjálparkokk við sláttinn.
Það verður gaman að fylgjast með draumahúsinu rísa
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 15.7.2008 kl. 12:33
En spennandi!! ég samgleðst ykkur mikið og get alveg séð húsið með "framtíðaraugunum" á bakvið þessi lokuðu hahah
Flottar teikningar, það þarf ekki alltaf fullkomnasta efniviðinn til að gera listaverk. Bara hugmyndaflugið Yndislegt í sveitinni hjá ykkur, það er alveg greinilegt.
Gangi ykkur vel með framkvæmdirnar
Ragnhildur Jónsdóttir, 16.7.2008 kl. 15:19
Takk fyrir Ásthildur. Þetta er voða spennandi verkefni en mun samt gerast í rólegheitunum. Við ætlum ekki að hvolfa okkur í skuldapakka fyrir þetta heldur gerum við þetta í hina áttina, söfnum fyrst og framkvæmum svo. Enda er þetta gæluverkefnið okkar. Ungarnir teygðu sig svo hátt til mín, héldu örugglega að mamma þeirra væri að koma með bita.
Takk fyrir Ragnhildur. Já það segirðu satt, það þarf ekki alltaf flókinn efniviðinn til að gera listaverk og ekki vantar uppá hugmyndaflugið hjá börnunum. Ég vildi stundum að ég hefði svona hugmyndaflug .
Sigrún Þorbjörnsdóttir, 17.7.2008 kl. 17:49
Fínar myndir og skemmtilegar lýsingar. En æðislegt listaverkið hennar Eydísar af flugvélinni minni!!
gudni.is, 22.7.2008 kl. 12:06
Eitt enn.... SKO......uuuuu.... SKO.... (Þú veist ég segi alltaf það sem mér finnst..) Ef þú ætlar sjálf að fara að byggja hús þá ætla ég að fara og kaupa stærstu gerð af plástrakassa og koma og gefa þér.... Í þínu tilviki held ég að það væri miklu sniðugra að hringja í eitthvað símanúmer og segja "Fá eitt stykki tilbúið sumarhús sent upp í lóð" frekar en að kaupa teikningar og sjúkrakassa.....
gudni.is, 22.7.2008 kl. 12:12
Hahahaha..ég þigg held ég bara plástrakassann Maður á alltaf að segja það sem manni finnst, haha, og já já, ég skal alveg játa að ég er yfirbrussan í fjölskyldunni. En ég er líka spennufíkill...og ég og hamar saman geta verið mjög spennandi... Ég er allavega búin að máta sjúkrabílinn þeirra í Húsafelli einu sinni og veit það fer vel um mann þar en vona samt að ég þurfi ekki að fá þjónustu hjá þeim aftur
Sigrún Þorbjörnsdóttir, 22.7.2008 kl. 15:38
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.