Tannlæknaskemmtiferð

Dagurinn í dag var sólríkur og notalegur eins og svo oft undanfarið, ekki leiðinlegt það. Elísabet vinkona Þórdísar kom í heimsókn í morgun. Þær eru nýbyrjaðar að fara á milli hvor annarrar í heimsóknir en hafa verið góðar vinkonur í leikskólanum frá því þær byrjuðu þar. En þegar maður er sko bara ekki orðinn fimm ára, þá er maður enn að læra ýmislegt í samskiptum við vinina. Þær eru báðar skapmiklar konur og ósjaldan heyri ég setningar á borð við "þú ert ekki vinkona mín lengur" eða "þú færð ekki að koma í herbergið mitt" W00t Ég hef líka tekið eftir því með systurnar, að aðal gjaldmiðillinn er "herbergið" og það er mikið áfall að missa þann rétt. En það var sem sagt fimm mínútum eftir að Elísabet kom, þá rauk hún út. Ég náði aðeins að sjatla málin og það endaði með því að Þórdís og Eydís fóru með henni heim til hennar.

IMG 8183

Hér eru þær svo allar litlu mömmurnar á leið heim til Elísabetar. Ég fór út í garð, eitthvað að færa til plöntur og gramsa. En um hálftíma síðar koma þær til baka með mömmu Elísabetar. Þá hafði eitthvað slegist í brýnu milli þeirra og þær vildu aftur koma hingað. En eftir örstutt mömmuþing ákáðum við að leyfa þeim ekki að hlaupa alltaf svona í burtu um leið og eitthvað kemur uppá, svo þær verða bara að leika aftur á morgun. Þetta styrkir vinskapinn, er ég viss um Smile

IMG_7871

Jamm. Hér eru þær á góðri stundu, búnar að leggja undir sig baðherbergið og dekka borð og buðu mér svo í mat Grin Algjörar dúllur

En dagurinn í dag var líka merkisdagur fyrir Eydísi. Fyrsta heimsóknin til tannlæknis. Fyrir ári síðan fór Þórdís í sína fyrstu tannlæknaheimsókn og það gekk bara vel. Ég var samt smávegis hrædd um að það mundi ekki verða jafn auðvelt fyrir Eydísi...mín er sko ekkert á því að láta kássast í sér nema hún ákveði það sjálf Grin

IMG 8190

En hún var svo blíð hún frænka okkar og var fljót að bræða hana. Hér er Eydís búin að velja sér nýjan tannbursta, voða flottan sem blikkar með ljósum.

IMG 8191

Svo var fíni stóllinn mátaður. Smá feimni við stólinn en samt bara sport Smile

IMG 8192

Svo fór Þórdís í skoðun líka. Hér er hún voða montin að tannbursta Birtu. Hún mundi alveg hvað þetta var gaman í fyrra.

IMG 8194

Hér eru svo nöfnurnar, Helga Þórdís og Þórdís. Flott að fá svona pæjusólgleraugu. Svo fannst smá brúnn blettur á einni tönn sem var pússuð og sett hvítt yfir, áður en Karíus færi að koma í tönnina. Það gekk voða vel. Mín fékk önnur gleraugu með videomynd og horfði bara á Línu Langsokk á meðan. Svaka dugleg stelpa Smile

IMG 8189

Hún gæti bara farið að aðstoða hana frænku sína. Fagleg vinnubrögð Grin

IMG 8196

Svo fengu þær að velja sér verðlaun í lokin. Svaka flottar, komnar með tattú, sápukúlur, tannbursta og svo mynd af sér í tannlæknastólnum. Þetta gekk allt vel og var hin besta skemmtun hjá stelpunum. Reyndar gerði Eydís tilraun til að gera snyrtinguna fokhelda W00t var með smá læti og brussuskap þar, en það reddaðist fyrir horn.

IMG 8203

Þegar heim var komið áttu stelpurnar að taka til. Hmmm, það var eiginlega bara allt annað skemmtilegra Undecided

IMG 8212

Allt reynt til að fá mömmu til að hugsa um eitthvað annað W00t

IMG 8216

En um leið og pabbi byrjar að ryksuga fer Þórdís í stuð. Hún verður að hafa einhvern með sér í tiltekt, þá syngur hún eins og fagur fugl og minnir mig á Öldu mágkonu Smile Gaman að því

IMG 8230

Eftir tiltektina er kominn háttatími, líka hjá dúkkunum. En hvað haldið þið...

IMG 8235

Steini skrapp út og kemur hér með ís heim. Ekki beint það besta fyrir háttinn, en við erum nú í sumarfríi og það má nú aðeins sukka smá Tounge

IMG 8250

Það vantar ekkert uppá ís-genin W00t

IMG 8255

Svo þarf bara að bursta vel á eftir, með nýja tannburstanum

IMG 8257

Eydís er svo hrifin af nýja tannburstanum. Mikið að hún bursti ekki bara líka tennurnar í Simba þrífæti Grin

Broskveðjur til ykkar Grin


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnhildur Jónsdóttir

Ohhhhh þetta er nú meiri krúttin!

Ragnhildur Jónsdóttir, 10.7.2008 kl. 10:36

2 Smámynd: Heiður Þórunn Sverrisdóttir

Frábært hjá Þórdísi og Eydísi duglegar hjá tannlækninum...en ég man eftir þegar Ásta fór í fysta skiptið og var búið að skoða hjá Sverri(hann orðin vanur þá) og var kroppað í tennurnar en það átti bara að leifa Ástu að setjast í stólinn og skoða en mín heimtaði að það væri gert allt eins og hjá sverri og þannig var það...ekkrt mál.

Kveðja og knús inn eftir götunni. 

Heiður Þórunn Sverrisdóttir, 10.7.2008 kl. 14:48

3 Smámynd: Tiger

Skemmtilegar myndir hjá þér eins og alltaf. Það er ekki alltaf auðveldasta verkið að koma blessuðum börnunum til tannza, en næsta víst er að maður ætti ætíð að segja þeim að fullu og öllu sannleikann um hvað þau mega búast við hjá tannsa og læknum yfir höfuð svo ekki fái þau áfall ef eitthvað á að gera... þannig verða þau meira undirbúin og mun duglegri að takast á við ferðina.

Knús á ykkur og hafið ljúfan dag ..

Tiger, 10.7.2008 kl. 17:09

4 Smámynd: Sigrún Þorbjörnsdóttir

Takk fyrir Ragnhildur

Heiður; hahaha, nákvæmlega það sama gerðist með Eydísi. Hún "sat" bara í stólnum en eftir að hún sá Þórdísi "liggja" í stólnum vildi hún líka fá svoleiðis meðferð. Sem var að sjálfsögðu reddað strax

Tigercopper; alveg hárrétt hjá þér. Þau yrðu annars bálreið, þessar elskur, ef þau héldu að þetta væri bara skemmtiferð og fengju svo bara einhvern sársauka í staðinn. Þá er nú betra að segja þeim að það geti orðið pínu vont. Annars held ég að það fari nú líka eftir lækninum/tannlækninum hvernig þau bregðast við. Sumir kunna bara ekki að nálgast börn - en þá reynir maður að sniðganga þá og fara annað með börnin.

Hafðu ljúft kvöldið...

Sigrún Þorbjörnsdóttir, 10.7.2008 kl. 20:17

5 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Sigrún mín þetta er hárrétt ákvörðun hjá ykkur mæðrunum, þær eiga auðvitað að halda út en ekki rjúka burtu um leið og eitthvað sinnast.  Mikið eru þær fallegar og miklar dúllur dæturnar þínar .... og vinkonan.  FLottar hjá tannsa.  Það skiptir svo miklu máli að fyrstu tímarnir hjá tannlækninum séu ánægjulegir, þá verður ekkert mál að fá börnin til að fara aftur.  Og auðvitað á að fá verðlaun. 

Takk fyrir að leyfa okkur að fylgjast með elskuleg mín.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 11.7.2008 kl. 10:53

6 Smámynd: Sigrún Þorbjörnsdóttir

Takk fyrir Ásthildur mín. Ég reyni alltaf að láta þær útkljá málin sjálfar án þess að ég þurfi að skipta mér of mikið af, þær þurfa að læra það. En stundum verður að grípa inní. Ég reyni bara að fara þennan "gullna meðalveg"

Eigðu góðan dag mín elskuleg

Sigrún Þorbjörnsdóttir, 11.7.2008 kl. 12:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigrún Þorbjörnsdóttir

Höfundur

Sigrún Þorbjörnsdóttir
Sigrún Þorbjörnsdóttir

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • IMG 7150
  • IMG 7145
  • IMG 8394
  • IMG 7856
  • IMG 7847

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 1189

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband