8.7.2008 | 14:55
Sumarsæla
Nú eru Þórdís og Eydís komnar í langþráð sumarfrí frá leikskólanum. Þær voru virkilega farnar að þrá að komast í frí og geta dinglað sér eitthvað með mömmu sinni. Þetta er voða notalegt, við gerum bara það sem okkur langar til að gera þessa dagana, engin dagskrá
Þegar ég kynntist manninum mínum, var ég svo heppin að hann átti fyrir son, sem þá var tíu ára. Hann hefur reyndar búið í Noregi svo okkar samvera hefur mótast af því. Hann hefur verið hjá okkur á sumrin og um jól og stundum páska. En nú eru breyttir tímar. Hann er orðinn fullorðinn, er að verða nítján ára, og er í námi og vinnu í Noregi. Svo það er nóg að gera hjá honum og hann kemur bara í stutta heimsókn. En systur hans hafa lítinn skilning á því Þær sakna hans óskaplega og spyrja sífellt hvenær Lárus kemur Þórdís hefur alveg gert sér grein fyrir því að hann eigi aðra mömmu í Noregi og að hann eigi heima þar og hér hjá okkur. En í gær fengum við heimsókn og þá ráku stelpurnar upp stór augu Lárus á nefnilega systkini í Noregi, sem eru sex ára tvíburar og þó ég hafi verið búin að segja frá þeim er ég ekki viss um að þær hafi gert sér grein fyrir því. Og tvíburarnir urðu held ég jafn hissa á þessum systrum hér Fyrst urðu þau öll undrandi en eftir að hafa skoðað hvort annað og verið feimin í þrjár mínútur voru þau orðin bestu vinir
Hér er Amelía komin inn í tjald að leika
Það var sól og hlýtt og allir fengu íspinna, nema Christian vill ekki súkkulaði og fékk ís úr dollu. Mér sýnist hann vera sami ís-áhugamaður og stóri bróðir
Hér er Ágústa, mamma hans Lárusar. Við sátum allan daginn úti í góða veðrinu. Langt síðan við hittumst síðast svo það var nóg að skrafa
Hér eru þau öll saman. Eitthvað eiga strákar samt erfiðara með að stilla sér upp
Eða kannski þarf maður að vera svolítið fyndinn innan um eintómar stelpur...
Þau eru svona næstum því systkini, svo sæt saman
Eydís, Þórdís, Amelía og Christian
Svo varð auðvitað að fara í pottinn. Hér sprautar Christian ísköldu vatni á Þórdísi um leið og hún rennir sér niður
Það er kannski svolítið kvikindislegt af mér að setja þessa mynd inn en hér hafði Þórdís sprautað köldu vatni á Christian og hann varð frekar sár yfir því. En það tók aðeins nokkrar sekúndur að jafna sig svo þetta er nú allt í lagi
Og hér fær Steini að kenna á því, haha, Amelía sprautar á hann köldu vatninu
Jamm, þetta er fjör
Og gusur í allar áttir
Og enn meiri gusur...
Þórdís og Amelía ná mjög vel saman. Og það skiptir engu máli hvort Amelía talar íslensku eða norsku, þær skilja hvor aðra mjög vel
Hér kemur Þórdís á fleygiferð...
og Amelía leggur í hann...
...og kemur svo á fleygiferð.
Við grilluðum okkur svo kvöldmat og borðuðum saman. Áður en þau fóru var Þórdís strax farin að skipuleggja ferð til Noregs í heimsókn til þeirra. Mér sýnist stefnan verða tekin þangað í næstu utanlandsreisu. Og hér fljóta með myndir af Lárusi, sem við söknum svo mikið og hlökkum til að hitta næst
Þessi mynd er síðan í desember, en þá var Lárus síðast hjá okkur. Og litlu systurnar umkringja hann
Og hér er Lárus með Stínu, kærustunni sinni Hún kom eftir jólin í heimsókn og mamma hennar líka.
Og nú bíða tuttugu fingur og tuttugu tær eftir að ég komi og naglalakki þær. Við verðum nú að vera dálitlar pæjur í sumarfríinu
Um bloggið
Sigrún Þorbjörnsdóttir
Færsluflokkar
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 2
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 1189
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þetta eru allt saman yndisleg börn, svo björt og kát og lífleg. Heitir pottar, sundlaugar og allt sem hægt er að gera með vatni - er einmitt besta barnapía ever. Börnin hreinlega elska allt sem heitir að sulla og æslast með vatn. En það höfum við stóra fólkið stundum líka sko ..
Æðislegar myndir hjá þér. Eigðu ljúfa nótt og góðan dag á morgun ..
Tiger, 9.7.2008 kl. 02:06
Æj gaman hjá systrum og systkinum Lárusar,flottar myndir af fallegum börnum.
Takk fyrir sýninguna Sigrún og knús á línuna.
Heiður Þórunn Sverrisdóttir, 9.7.2008 kl. 08:56
Það er ósvikið líf og fjör hér á þessari síðu Sigrún mín. Gaman að sjá hve börnin eru góðir vinir, og skemmta sér vel. Málið er að þau vaxa úr grasi og fljúga að heiman. Þannig er lífsins saga. Þess vegna er gott að njóta samvistanna við þau, meðan færi gefst. Nákvæmlega eins og birtist hér hjá þér mín elskulega
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 9.7.2008 kl. 09:10
Tigercopper, það klikkar aldrei ef það er eitthvað sullumbull í boði og já, ætli við stóru "börnin" höfum ekki líka jafn gaman að því. Knús á þig
Heiður mín, takk fyrir. Knús yfir til ykkar
Ásthildur mín, það er einmitt það sem ég reyni að gera alla daga, njóta hvers dags með börnunum. Það er nógu fljótt sem tíminn líður og þau fljúga úr hreiðrinu. Knús til þín mín kæra
Sigrún Þorbjörnsdóttir, 9.7.2008 kl. 23:12
Tetta var indislegur dagur Sigrun og vid tøkkum fyrir okkur. Fràbærar myndir af krøkkunum. Børninn min fanst alveg fràbært ad hitta ykkur øll. Gaman ad làta taug kynnast, Amalie var fljòt ad tilkynna tad ad hun ætladi ad kaupa postkort og senda til Tordisar, straks og vid komum heim til Noregs. Tid vitid ad tad er altaf opid hus hjà mèr ef ykkur dettur i hug ad koma hingad til Noregs.
Knùs fra okkur øllum i Noregi.:-)
Agusta (IP-tala skráð) 18.7.2008 kl. 10:49
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.