3.7.2008 | 15:16
Sögur úr sveitinni
Við erum búin að vera á lóðaríi undanfarnar helgar, eða þannig sko. Við eigum sumarhúsalóð í Borgarfirði og erum sum sé búin að vera uppi í lóð. Við fórum með húsbílinn okkar þangað og plöntuðum honum þar. Ég held að hann fari nú ekki í fleiri ferðir, greyið garmurinn. Steini keyrði húsbílinn og við stelpurnar fórum á Skodanum á eftir. Það var nú ekkert auðvelt að koma honum alla leið upp í Borgarfjörð. Það bara hvarf allt í svartan reykjamökk á eftir honum og sumir sem við mættum eða tóku fram úr hafa örugglega hugsað einhverjum þegjandi þörfina Við stelpurnar keyrðum á eftir svarta skýinu og hægðum reglulega á okkur til að minnka mengunina yfir okkur, en þegar við nálguðumst Kleppjárnsreyki ákvað ég að stoppa og viðra okkur. Steini var fljótur að átta sig og hringdi til að vita hvort ég vildi ekki lengur kannast við að þekkja hann, hehe En við náðum að koma bílnum alla leið og þar verður hann í sumar. Hann er ekkert augnayndi, en hann heldur vatni og vindi og þar getum við sofið og eldað. Og þar að auki er enginn Glitnir að íþyngja manni neitt því hann kostaði varla neitt Þórdísi og Eydísi finnst bara æði að vera í sveitinni og spyrja endalaust hvenær við förum næst uppí lóð
Fjörið byrjaði strax í Mosó. Steini var að athuga loftið í dekkjunum þegar hann bara hélt bókstaflega á ventlinum! En eins gott að við vorum ekki á ferðinni. Þessu var reddað fljótt.
Hér erum við mætt á svæðið og Steini strax farinn að huga að trjánum
Þessi ösp er búin að stækka helling. Fann samt ekki gömlu myndina til að bera saman
Fljótlega eftir að við mættum komu nágrannar okkar í heimsókn. Þau eru nágrannar okkar í sveitinni og hér heima Hér er Eva mætt í kvöldkakó
Og Gvendur maðurinn hennar hér ásamt Steina
Það var heilmikið fjör að fara að sofa í húsbílnum
Hér eru Eydís og Þórdís að dunda sér með spil. Þeim finnst þetta vera algjör paradís
Svo er spennandi að hafa svona skápaklósett
Hér er svo verið að gróðursetja tré. Steini plantaði 75 öspum þessa helgi. Spurning hvort það dugar til að kolefnajafna andrúmsloftið eftir mengunina á leiðinni hingað...
Svo var náð í sand í sandkassann. Það lítur nú út fyrir að hann sé að moka beint úr skottinu, hehe
En hinn helmingurinn af skelinni var í skottinu. Þórdís ætlaði nú varla að vilja segja mömmu sinni frá því, að þau festu næstum því mömmubíl þegar þau sóttu sandinn
Flott að hafa svona sandkassa í sveitinni
Næstu helgi fórum við aftur í sveitina. Hér komum við í pissustopp hjá ömmu og afa í Mosó og tókum þessa mynd af gullregninu hennar ömmu. Þarna voru amma og afi í útlöndum og Þórdísi fannst þetta óviðeigandi; "mamma, þegar einhver er ekki heima, þá má maður ekki fara inn í húsið hans" sem er náttúrulega alveg rétt hjá henni. Hún skilur ekki hvað ég er að gera með lykil og vaða þarna inn meðan enginn er heima
Jamms. Og nú á að ferðast ódýrt í ár. Búin að selja fellihýsið og nú skal ferðast ódýrt...
...eða þannig sko. Við ákáðum að taka dúkkuhúsið líka uppí lóð.
Og hér er verið að baka sandkökur og undirbúa dúkkuafmæli
Þeim fannst þetta spennandi eldavél sem mamma þeirra notaði. Hér á að holugrilla lambalæri
Og það heppnaðist vel að venju
Hér erum við komin hinu megin við ána, hjá Hraunfossum og Barnafossi
Hildur og Biggi voru í Húsafelli með fjölskylduna og stelpurnar urðu rosa glaðar að hitta Birgir Örn frænda sinn. Það er svo gaman að skoða kynjamuninn. Hér er Birgir Örn "Hulk" og Þórdís er að reyna að apa það eftir honum. Svona stelpuútgáfa af Hulk
Gaman hjá krökkunum. Ætli hér sé verið að gera teygjuæfingar...?
Svo ein blómamynd í lokin af veröndinni hérna heima. Blómin gleðja alltaf
Um bloggið
Sigrún Þorbjörnsdóttir
Færsluflokkar
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Skemmtilegar myndir Sigrún mín, eins gott að hann komst alla leið á húsbílnum. En þetta er virkilega notalegt, og ekkert stress, gott mál. Mér sýnist krakkarnir njóta þess í botn að vera þarna. Og þú líka elskuleg mín. Um að gera, þetta er sko rétta afslöppunin, ekkert stress, verið hress, eins og Hemmi Gunn myndi segja. Knús á þig frábæra kona
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 4.7.2008 kl. 21:30
Oh en yndislegt! Það er fátt sem jafnast á við sveitina. mmmm og holugrillað mmmmm Hljómar dásamlega allt saman.
Ragnhildur Jónsdóttir, 7.7.2008 kl. 00:50
Já það er rétt hjá þér, Ásthildur mín, þetta er sko rétta afslöppunin. Knús til þín
Ragnhildur mín, sveitin er dásamleg og "slurrrrp" hlakka til að grilla svona næst. Knús á þig
Sigrún Þorbjörnsdóttir, 7.7.2008 kl. 21:18
Frábær færsla hjá þér systir kær og frábærar myndir. Mmmmmmm hvað mig hlakkar til að mæta fljúgandi á minni flugvél í holugrillsteik til ykkar sem fyrst. Ég varð bara svangur núna við að sjá myndirnar og að hugsa til þess að hafa fengið grillsteikarboð til ykkar í sveitinni...
Knúskveðja til ykkar allra
gudni.is, 8.7.2008 kl. 13:18
Já þú misstir af miklu, brói minn En það á alveg pottþétt eftir að holugrilla fleiri svona steikur í sumar, og þú færð örugglega boð um að mæta. Þú hefur kannski heyrt málsháttinn "Situr sveltandi kráka, en fljúgandi fær" Datt þetta bara í hug af því þú kemur fljúgandi...
Stórt knús til þín
Sigrún Þorbjörnsdóttir, 8.7.2008 kl. 15:33
Mmmmmm....nammmmminammmm....!! Ég kem alveg örugglega fljúgandi á minni einka-"þotu" um hæl við næsta holu-grillsteikar-boð...!!
gudni.is, 8.7.2008 kl. 19:20
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.