Gaman saman

Að horfa á heiminn með augum barna er alveg ótrúleg upplifun. Þau geta örugglega kennt okkur fullorðnu jafn mikið og við kennum þeim. Mér dettur í hug setning sem ég heyrði Húgó barnasálfræðing segja einhvern tíman, þ.e. að við ættum að segja það sem við meinum, og meina það sem við segjum.  Ég var að láta renna í bað fyrir nokkrum dögum og var að fara að baða Eydísi. Meðan ég hátta hana hringir mamma og spyr mig meðal annars hvað ég sé að gera. Ég segist vera að fara að henda Eydísi í bað og með það sama brestur Eydís í grát og segir mér að ég megi ekki "henda" henni í baðið W00t Það er eins gott að ég reyni að vanda betur orðalagið Undecided

Þórdís er líka dugleg að minna mann á ef maður gerir ekki allt rétt. Hún er sko femínisti framtíðarinnar. Hún tekur pabba sinn í gegn ef henni finnst hann ekki tala nógu virðulega í garð kvenna. Hún húðskammaði hann fyrir að kalla einhverja konu "kellingu" LoL Já, sem betur fer, þá hafa dætur mínar skap og láta ekki neinn vaða yfir sig. Það er gott framtíðarnesti fyrir þær.

Þetta er búin að vera skemmtileg helgi hjá okkur eins og vanalega. Eddi frændi kíkti í laugardagsheimsókn að venju. Hann kom með ís handa stelpunum eins og alltaf. Ég bað hann að koma bara með einn ís á mann og ég held að hann hafi verið spældari heldur en stelpurnar yfir því, hehe.

IMG 7362

Eydís knúsar frænda sinn

IMG 7347

Stelpurnar hafa greinilega lært eitthvað á Sjómannadaginn. Hér eru þær í koddaslag.

IMG 7343

Svaka tilþrif W00t

IMG 7393

Hér eru pæjurnar komnar í "hælaskó" eins og þær segja, og það þykir flott

IMG 7378

Svo bakaði ég skúffuköku. Mér heyrðist vera komið nýtt nafn á hana, kassaterta.

IMG 7380

Nammi namm. Eydís sleikir út um Tounge

IMG 6594

Og á meðan Simbi lúrði á hjónarúminu gerðist dálítið...

IMG 6775

Sá þrífætti var ekki ánægður með það sem hann sá...

IMG 6770

Köttur í bóli bjarnar! Eða ætti ég að segja hundur í dalli kattar! Þessi hundur kemur öðru hvoru í heimsókn. Ég veit ekkert um hann, en hann er voða ljúfur og góður...og finnst kattamatur góður

IMG 7366

Stelpurnar eru yfir sig hrifnar af honum. Þórdís er oft að biðja um hund. Henni finnst ekki nóg að eiga bara kött!

IMG 7369

Og hundinum fannst gaman að leika við þær. Greinilega vanur börnum þessi hundur.

IMG 7374

Ég varð að gefa Simba smá rækjur í sárabót. Hann fylgist vel með að enginn komi og steli þeim.

IMG 7406

Þessi sæti strákur heitir Arnar Ísak. Hann og Brynja Katrín, systir hans, koma alltaf í heimsókn aðra hvora helgi. Þau búa aðra hvora viku hjá pabba sínum og við pössum að leyfa þeim alltaf að hitta stelpurnar þær helgar, því þau eru ofsalega góðir vinir. Svo borðuðum við saman kvöldmat, sem Benni eldaði, afskaplega ljúffengt.

IMG 7403

Vinkonurnar Þórdís og Brynja Katrín. Þórdís var ánægð með að ég skildi prjóna alveg eins kjóla handa þeim.

IMG 7411

Hér er Arnar Ísak að raða saman dóti úr kinder-eggi. Gott að hafa einn vanan til að hjálpa sér Wink

IMG 7424

Og í morgun komu Hafþór og Hilmir yfir. Og að sjálfsögðu komu þeir með í pottinn. Það er alltaf fjör í því.

IMG 7427

Hafþór sprækur

IMG 7439

Hér er Hilmir að koma niður rennibrautina...

IMG 7440

...og svo splash Pinch Þetta var sem sagt heilmikið pottafjör að venju Smile

Steini fór svo með Benna vestur í sumarhúsalóðina okkar. Hann ætlar að setja niður einhverjar plöntur þar

IMG 7452

Stelpurnar fóru í afmæli til Tómasar Orra, sem er fjögurra ára stór strákur. Ég var eitthvað að gaufa í garðinum á meðan, þangað til þær sóttu mig og vildu fá mig með í afmælið. Ég skrapp þá yfir og fékk mér smá kaffi þar, og meiri kökur Grin

IMG 6856

Ávaxtastund hjá okkur stelpunum

IMG 6862

Mmm, nammi namm Grin og fullt af vítamínum

IMG 6844

Sætar kúrusystur. Þær vildu kúra aðeins áður en þær fóru að sofa InLove


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnhildur Jónsdóttir

Æ, en yndisleg færsla. Já, þau geta sko kennt okkur ýmislegt þessi börn og við fáum alltaf beint í andlitið það sem við segjum .... helst ef það er eitthvað ekki alveg eftir uppskriftinni haha

Falleg börnin þín og vinkonan sem er eins og næstum tvíburasystir í eins kjól. Þær heppnar að þú ert svona flink með prjónana, virkilega fallegir kjólar!

Ragnhildur Jónsdóttir, 9.6.2008 kl. 00:35

2 Smámynd: gudni.is

Falleg og skemmtileg færsla hjá þér systir góð. Þú ert greinilega með gott blogg-blóð í æðum...

Knúskveðja frá litla bróður

gudni.is, 9.6.2008 kl. 04:11

3 Smámynd: Sigrún Þorbjörnsdóttir

Takk fyrir Ragnhildur. Mér finnst gaman að prjóna og skapa eitthvað. Það er eiginlega mín leið til að slaka á í amstrinu. Hehe, já maður hefur víst fengið sitt lítið af hverju í andlitið, haha.

Takk Guðni. Ertu að meina þetta? Verst að ég er svo löt við þetta, eins og mér finnst það nú samt gaman

Knús til þín, bestur

Sigrún Þorbjörnsdóttir, 9.6.2008 kl. 22:07

4 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Þær eru svo flottar stelpurnar þínar, og yndislegar myndir, öll börnin svo glöð og flott.  Sannarlega gott að lesa svona undir svefnin elsku Sigrún mín. Knús á þig inn í nóttina.  

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 13.6.2008 kl. 00:40

5 Smámynd: Sigrún Þorbjörnsdóttir

Takk fyrir Ásthildur mín. Gaman að sjá þig hér.

Knús til þín líka

Sigrún Þorbjörnsdóttir, 14.6.2008 kl. 16:13

6 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 15.6.2008 kl. 14:16

7 identicon

...'o hve lífið er yndislegt....     

aurora (IP-tala skráð) 19.6.2008 kl. 06:14

8 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Heyrðu Sigrún vísan virkaði, það kom hellirigning í gærkvöldi og rigndi í alla nótt.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 28.6.2008 kl. 12:27

9 Smámynd: Sigrún Þorbjörnsdóttir

En flott að vísan virkaði Ásthildur. Ég held bara að hún geri það oftast. Ég var einu sinni eitthvað að fíflast og fór með hana...svo bara kom svaka demba sem enginn átti von á

Sigrún Þorbjörnsdóttir, 30.6.2008 kl. 21:57

10 Smámynd: Tiger

Yndislegar myndir hjá þér og stórglæsileg börn. Svo satt að börnin geta verið endalaus uppspretta af kátínu, hreinskilni og visku sem við hin eldri höfum skilið eftir þarna einhvers staðar í denn. 

Takk fyrir innlit og kvitt hjá mér og eigðu ljúft kvöldið ...

Tiger, 1.7.2008 kl. 19:33

11 Smámynd: Heiður Þórunn Sverrisdóttir

Hæ hæ gaman að sjá þig hér á bloggi,,,lagði inn beiðni um vináttu í bloggheimum ekki nægir að búa í sömu götu.

Þær eru svo yndislegar stelpurnar þína eða ykkar ekki gott að spæla Steina .

Kveðja til ykkar frá okkur hér aðeins framar í götunni. 

Heiður Þórunn Sverrisdóttir, 2.7.2008 kl. 20:05

12 Smámynd: Sigrún Þorbjörnsdóttir

Takk fyrir Tigercopper. Já, ekki vantar kátínuna og viskuna í börnin

Heiður mín, ég er búin að samþykkja bloggvináttuna. Já eins gott að spæla ekki Steina, hehe. Sjáumst svo á blogginu og í götunni

Sigrún Þorbjörnsdóttir, 2.7.2008 kl. 21:21

13 Smámynd: gudni.is

Á ekkert að fara að blogga systir góð.....?????  Það er kominn NÝR mánuður....

Kveðja frá lilta bróður og Pútín

gudni.is, 3.7.2008 kl. 03:23

14 Smámynd: Sigrún Þorbjörnsdóttir

Ha ha ha, bara verið að skjóta  Það vill nú svo til að ég var í allan gærdag að reyna að koma inn myndum. Annað hvort ég eða tölvan er eitthvað treg  En þetta hafðist nú allt saman í morgun. Ég reyni að hafa fleiri en eina færslu þennan mánuðinn...

Sigrún Þorbjörnsdóttir, 3.7.2008 kl. 15:27

15 Smámynd: gudni.is

Hmmm....hvort ætli þú eða tölvan hafi verið treg...?? Hmmmmm   Bíddu ég ætla aðeins að hugsa málið....!!!   Hahahahahahahaha

gudni.is, 3.7.2008 kl. 17:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigrún Þorbjörnsdóttir

Höfundur

Sigrún Þorbjörnsdóttir
Sigrún Þorbjörnsdóttir

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • IMG 7150
  • IMG 7145
  • IMG 8394
  • IMG 7856
  • IMG 7847

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband