Ilmur af vori

Nú trúi ég því að sumarið sé komið. Steini var að slá grasið áðan, og þvílíkur ilmur sem kemur af nýslegnu grasi, mmm, maður fær bara sumarið beint í æð. Nú er ég búin að hreinsa öll beðin í garðinum og færa til einhverjar plöntur. Svo erum við búin að kantskera og Steini setti nýjan sand fyrir stelpurnar í sandkassann. Nú bíð ég bara spennt eftir að geta farið að setja niður sumarblómin. Ég er búin að gera vísindalega könnun í garðinum hjá mér, og mér finnst lang flottust blómin sem ég hef keypt hjá "litlum garðyrkjustöðvum". Fyrir utan það, að hjá þeim fær maður líka miklu betri og persónulegri þjónustu. Síðustu tvö sumur hef ég plantað hlið við hlið blómum sem ég hef keypt annars vegar hjá Blómavali og Garðheimum, og hins vegar blómum sem ég keypti í Gleym-mér-ei í Borgarnesi. Það er ekki spurning, að Borgarnesplönturnar eru miklu stæðilegri og fallegri og endast lengur en hinar. Ekki veit ég samt af hverju þetta er svona, kannski talar blómakonan í Borgarnesi við blómin sín á meðan hún ræktar þau...hver veit Happy Ég er allavega búin að setja stefnuna á Borgarnes um næstu helgi og ætla sko að fylla bílinn af blómum. Fjölæringarnir sem ég setti niður í fyrra eru allir byrjaðir að koma upp. Nú horfi ég hýru auga á garðinn minn, að reyna að finna út hvar ég geti sett fleiri beð og fleiri blóm. Ætli ég verði ekki að biðla til bóndans um að fá að stela plássi af grasinu hans. Er búin að vera í smá samningaviðræðum við hann um að hann smíði fyrir mig blómaker í sumar, og þessi elska á örugglega eftir að græja það fyrir mig InLove 

IMG 6648

Eydís hjálpaði til við vorverkin. Hún fór og sópaði hjá nágrannanum W00t

IMG 6511

Steini að smíða lok yfir "kjallarainnganginn"

IMG 6499

Simbi fylgist vel með öllu. Hér tekur hann út verkið.

IMG 6664

Stelpurnar fengu að fara smá rúnt á traktornum. Svaka stuð Smile

IMG 6756

Steini bar á allar garðmublurnar í dag. Hér er hann kominn í pásu í kvöldsólinni.

IMG 6758

Allt að lifna við og ilmurinn góður af nýslegna grasinu

IMG 6711

Hér er Logi vinur hennar Þórdísar í heimsókn. Þau eru algjör krútt saman InLove

IMG 6733

Stelpurnar fengu ný hjól í gær og fengu að vera með þau inni fyrsta daginn. Þær voru ekki lengi að rútta öllu til og hjóluðu um allt inni.

IMG 6724

Eydís einbeitt á svipinn. Fyrsta tvíhjólið hennar. Svo hjólaði hún úti í dag eins og hún hafi aldrei gert annað. Mamma hennar fékk nú smá sjokk þegar hún sá hvað hún er mikill glanni, að minnsta kosti miðað við það að hún er varla búin að læra að bremsa...Gasp

IMG 6685

Ætli Simba hafi fundist ganga eitthvað hægt að koma jeppanum í gang...Whistling Hann er allavega kominn í gang núna, svo við getum hætt að rífast um hinn bílinn, hehe

IMG 6566

Svo ein krúttmynd í lokin af Eydísi. Það jafnast ekkert á við glöð börn úti að leika á vorin InLove

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

vá! hvenær urðu dætur þínar fullorðnar!!!  eydís komin á hjól!! hvað er eiginlega langt síðan ég hef hitt ykkur annarsstaðar en á netinu?

aurora (IP-tala skráð) 20.5.2008 kl. 01:01

2 Smámynd: Sigrún Þorbjörnsdóttir

Er ekki bara kominn tími á hitting? Allavega fyrir fermingu  Held það sé orðið fært yfir Krísuvíkurveg

Sigrún Þorbjörnsdóttir, 20.5.2008 kl. 13:25

3 identicon

jamm held það sé rétt hjá þér, set þetta á listann eftir hestasleppingu

aurora Gunnarsdótttir (IP-tala skráð) 23.5.2008 kl. 17:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigrún Þorbjörnsdóttir

Höfundur

Sigrún Þorbjörnsdóttir
Sigrún Þorbjörnsdóttir

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • IMG 7150
  • IMG 7145
  • IMG 8394
  • IMG 7856
  • IMG 7847

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband