Fimleikafjör

Nú fara fimleikarnir að fara í sumarfrí í lok þessa mánaðar. Af því tilefni héldum við okkar árlega grillpartý hérna heima í garðinum um síðustu helgi. Það var að vonum svaka fjör, enda mættu fjörutíu og eitthvað börn til okkar. Steini var á fullu að grilla ofan í alla. Svo var skoppað og skrallað á trampólínum og síðan kælt niður með ís á eftir. Einhverjir náðu svo að suða út að fara í heita pottinn á eftir og auðvitað fylltist hann þá fljótt. Þau voru ekkert á leiðinni upp úr pottinum aftur, svo eina ráðið var að taka burtu tappann og fela hann.

Ég verð að viðurkenna að stundum á haustin kvíður mig fyrir að allt þetta fimleikastúss byrji og hef stundum velt því fyrir mér hvað við séum að pæla með því að vera að þessu. Endalaust streð að vera í þessu við mjög lélegar aðstæður. Svo eru allt of fáir foreldrar sem vilja sinna starfinu eitthvað. Fáeinir rífa kjaft og vilja setja út á hlutina en "hafa svo ekki tíma" til að taka þátt í ákvörðunum o.fl. sem þeir eru beðnir um, og eru þá fljótir að þagna LoL Tek það nú samt fram að þeir eru mjög fáir sem hafa látið þannig. Flestir eru mjög ánægðir með starfið og það sem er boðið uppá. En deildin okkar er ung, ekki nema þriggja og hálfs árs, svo vonandi á hún eftir að eldast vel og verða öflug einhvern tíman.

Svo koma þessar elskur að æfa og eru svo glöð að það er ekki hægt að hætta. Svo sennilega er það þess vegna sem við erum í þessu. Steini fékk svo falleg bréf frá nokkrum krökkum í síðustu viku, þar sem þau eru að þakka fyrir sig. Ef þetta mundi ekki bræða mann, þá held ég að maður væri bara úr grjóti InLove

Atli og Sandra voru líka hjá okkur í fimm daga á meðan foreldrarnir skruppu erlendis. Svo það var aldeilis flott fyrir stelpurnar að hafa extra leikfélaga hérna heima.

IMG 6570

Steini grillar og Eva græjar pylsurnar

IMG 6581

Sumir völdu sandkassann og aðrir trampólín

IMG 6563

Það var fengið aukatrampólín að láni hjá nágrönnum

IMG 6585

Atli var tímavörður á trampólíni

IMG 6579

Alls staðar voru einhver börn. Sumir að leika inní herbergi

IMG 6577

og sumir í tjaldinu

IMG 6617

Þetta er bara hluti af pottormunum

IMG 6603

Kjartan sprelligosi

IMG 6605

Hér er hann á leiðinni niður...

IMG 6606

Og svo splassssss

IMG 6536

Flottar fimleikastelpur á æfingu

IMG 6542

Uppstilling á æfingu

IMG 6540

Svo vildu þær endilega hafa eina grettumynd með Tounge


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigrún Þorbjörnsdóttir

Höfundur

Sigrún Þorbjörnsdóttir
Sigrún Þorbjörnsdóttir

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • IMG 7150
  • IMG 7145
  • IMG 8394
  • IMG 7856
  • IMG 7847

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband