Færsluflokkur: Bloggar

Beðið eftir jólunum

Jólin nálgast óðum og nú fer spennan að gera vart við sig hjá litlum stubbum. Ég var eiginlega bara að fatta það áðan hvað það er stutt í jólin, þegar stelpurnar fóru að sofa og settu skóinn út í glugga. Ég ætlaði að vera löngu búin að kaupa allar jólagjafir en í staðinn er ég búin að vera lasin meira og minna síðasta mánuðinn. Ég fór í blóðprufu í síðustu viku og þar kom fram að ég væri algjört gæðablóð. Læknirinn sagði að ég væri bara eins og fjórtán ára, svo ekki láta ykkur bregða þótt ég verði með einhverja gelgjutakta hérna Tounge Svo ég hlýt bara að fara að verða alveg hress. Ætla að leyfa helginni að líða áður en ég veð af stað í jólastúss. Ætla samt ekkert að fara neinum hamförum í búðum. Er líka búin að bauka ýmisleg leyndarmál, kru, en það finnst mér vera eitt það skemmtilegasta við jólaundirbúninginn Halo 

Svo er heilmikið um að vera á leikskólanum fyrir jólin

IMG 1253

Ég fór í jólakaffi á Haga í gær, en Hagi er heimastofan hennar Þórdísar. Hér er þessi fallegi kór að syngja fyrir foreldra. Þórdís stóð sig vel og leiddi sönginn. Hún er algjör söngfugl og var ekkert feimin.

IMG 1258

Svo spiluður krakkarnir á "gólftrommu" og sungu fyrir okkur. Tónlistartímar með Stínu á leikskólanum eru mjög vinsælir og gleðin skein úr öllum andlitum Smile 

IMG 1322

Í dag var jólakaffi hjá Hlíð, en Hlíð er heimastofan hennar Eydísar. Mér finnst miklu skemmtilegra þegar hver heimastofa hefur sitt foreldrakaffi, því áður vorum við á hlaupum á milli stofa til að vera með alls staðar. Nú fær hvert barn "sinn" dag með foreldrunum. Eydís stóð bara með í söngnum en var of feimin við að syngja fyrir framan allt fólkið. Svo spiluðu þau á hljóðfæri og þá var hún með.

IMG 1326

Svo var að sjálfsögðu boðið uppá kaffi, mjólk og smákökur sem börnin bökuðu. Eydísi fannst voða fínn bollinn sem hún fékk, með haldi. Hún var eins og fínasta frú að drekka te Joyful 

IMG 1268

Við fórum á Rossini í jólaklippinguna í gær. Þetta er eitt það almesta dekur sem mínar stelpur upplifa. Á tímabili þegar Þórdís var tveggja ára, þá bað hún um það nánast daglega að fara í klippingu Grin Hér er Eydís dama í klippingu, örugglega stilltasta barn sem hefur setið í þessum stól W00t

IMG 1269

Hér er Eydís svo að fá hjartafléttu í hárið, það er alltaf beðið um það. Þórdís fylgist vel með og heldur uppi samræðum eins og þær gerast bestar á hárgreiðslustofum.

IMG 1273

Eydís nýklippt og fín og Þórdís komin í stólinn hjá nöfnu sinni. Þær eru flottar þessar litlu hefðardömur Joyful 

IMG 1334

Steini er kominn með nýtt gifs sem hann þarf að hafa fram yfir áramót. Hann er hér að bjástra við ofninn í eldhúsinu sem hefur ekki hitnað nóg undanfarið. Ég fæ að skondrast eftir verkfærum útí bílskúr og snúast eitthvað í kringum hann.

Ég skrapp svo aðeins út að hlaupa áðan. Ekki samt heilsubótarhlaup þótt það hafi nú verið ágæt heilsubót líka. Ég var að hlaupa á eftir ruslatunnunni minni sem stakk af út á götu í rokinu sem var hér áðan W00t Það er eitthvað farið að lægja núna.

IMG 1331

Eydís fór snemma að sofa og skórinn kominn á sinn stað í gluggann Wink 

IMG 1328

"Sjáðu mamma" sagði Þórdís þegar hún var búin að stilla sér upp í rúminu svo jólasveinninn mundi sjá hvað hún væri stillt og góð Smile svo sofnaði hún strax. En það þýðir ekki mikið að plata hana, hún tekur vel eftir öllu. Við sáum Stekkjastaur í rúvfréttum í kvöld þar sem var tekið viðtal við hann. Þórdís var fljót að sjá í gegnum það að þetta væri ekkert Stekkjastaur. "Mamma, þessi þarna er ekki með staurfót!"

Vona að þið eigið öll ljúfa helgi framundan. Knús á ykkur Heart


Haltur leiðir blindan

Það er búið að vera frekar erfitt heimilisástandið þessa vikuna. Steini skakklappast með sínar hækjur og ég krækti mér í enn eina pestina. Er búin að vera mjög slöpp og með hita, en ekki fengið frið til að vera veik. Ég er sjálfskipaður bílstjóri fyrir Steina og hleyp undan sænginni til að skutla honum og sækja hingað og þangað. Það þarf að halda áfram að þjálfa fimleikana, ekki hægt að senda 150 krakka heim í jólafrí alveg strax.

IMG 1122

En það er spurning hvort stelpurnar geti ekki bara skutlað pabba sínum á næstunni W00t Frændsystkini þeirra, Atli og Sandra, komu hingað um síðustu helgi og gáfu stelpunum þennan fína rafmagns sport jeppa.

IMG 1137

Það er ofsalega gaman að rúnta um á nýja bílnum. Og stelpurnar eru líka fínir bílstjórar, mjög flinkar að keyra og voru fljótar að læra Smile 

IMG 1158

Og Steini fylgist með. Kominn í nýja jólasokkinn sinn sem ég hannaði og prjónaði handa honum.

IMG 1103

Og hér er engin miskunn. Engin afsökun að vera fótbrotinn W00t 

IMG 1179

Og þar sem smáfólkið er, þar er alltaf nóg að sýsla. Hér erum við að mála piparkökur. Hafþór vinur í heimsókn og málar með.

IMG 1182

Hér er Hilmir ofurkrútt, bróðir Hafþórs. Hann og Eydís eru voða miklir vinir.

IMG 1203

Og svo Eydís. Einbeitingin leynir sér ekki LoL Svo nörtum við í piparkökur þessa dagana.

Stelpurnar ætla svo að gleðja ömmu sína og afa um helgina með nærveru sinni. Mamma ætlar að sækja þær á morgun. Þá gefst smá næði til að jafna sig betur. Svona eru mömmur, koma manni endalaust til bjargar InLove Svo vona ég að mér hafi tekist að segja upp áskriftinni að öllum þessum pestum. Knús í aðventuna til ykkar Heart


Fall er fararheill

Eins og ég var búin að segja, þá treysti ég mér ekki upp í stiga til að hengja upp útiseríuna, eftir byltuna frægu í hittifyrra. Steini setti upp útiseríuna um síðustu helgi og einhver fór að gantast hvort það væri þá í lagi að hann mundi detta úr stiganum og ég hélt það nú. Þetta var auðvitað allt í gríni sagt, en ég var samt ekki að meina að hann ætti að detta... Blush Það hafa sprungið einhverjar perur, því það slökknaði á smá hluta af seríunni. Steini var að laga þetta í gær...uppi í stiganum...þegar stiginn sökk í jarðveginn og fór fram af þakskegginu. Hann flaug því niður með stiganum og fótbrotnaði Pinch Hann hélt fyrst að hann hefði tognað illa, var að drepast í fætinum, en vildi ekki með nokkru móti fara og láta líta á fótinn. Í morgun gat hann ekki enn stigið í fótinn svo þá var ekkert annað en að drösla honum uppá slysó. Svo nú er minn bara kominn í gifs og má ekki tylla niður fætinum í 6-8 vikur Crying Þetta tók allt langan tíma og ég sá fram á að ná ekki að sækja stelpurnar á leikskólann á réttum tíma. Eva vinkona sótti þær og passaði þangað til við komum heim. Þegar ég sótti þær til hennar fékk ég spurningaflóð yfir mig. Þórdís spurði hvort fóturinn hans pabba væri þá dottinn af LoL Hvað á hún annað að halda, þegar Simbi fótbrotnaði missti hann fótinn sinn. Eydís hafði áhyggjur af því hvar pabbi hennar væri.

IMG 1052

Eydís var grafalvarleg í langan tíma og sagði varla orð. Við keyptum tilbúinn kjúkling á leiðinni heim og stelpurnar vildu báðar sitja hjá pabba sínum við borðið InLove

IMG 1095

Hér er húsbandið komið í sófann, með fjarstýringuna og prjón til að klóra sér inní gifsið. Hér á hann eftir að skjóta rótum þar til á næsta ári W00t Og já, ég er strax byrjuð að dekra hann extra. Bakaði handa honum súkkulaðibitasmákökur áðan.

IMG 1078

Ég býst við því að fá góða aðstoð við dekrið

IMG 1082

Það á þó eftir að aukast fjörið hjá mér, því skvísurnar mínar eru kraftmiklar. Hér er Eydís í fótbolta í stofunni í kvöld Sideways 

En ég ætti ekki að vera í vandræðum með að velja hagstæða jólagjöf handa húsbandinu. Þegar Guðni bróðir var 12-13 ára var mamma að skoða spariskó handa honum í einhverri búð. Þar var hilla og stórt skilti fyrir ofan "STÖK PÖR á lægra verði" Þegar mamma fór að skoða í hilluna fór Guðni alveg í kerfi og dauðskammaðist sín fyrir mömmu sína og reyndi að draga hana í burtu frá hillunni. Mamma skildi ekkert í þessu þar til hún heyrði Guðna muldra því út um annað munnvikið að hann færi ekki að ganga í stökum pörum LoL Það var einn skór af hverri sort í hillunni og hann hélt að hún mundi kaupa sitt hvora sortina af skóm handa sér. Ég get sem sagt farið í skóbúðaleiðangur og athugað hvort ég finni ekki "stök pör" einhvers staðar. Kannski að ég dragi bara Guðna með mér Tounge

En nú er ég orðin þreytt og lúin og eins gott fyrir mig að fara að safna orku fyrir næstu vikur. Spurning hver verður næsti stigamaður hér á heimilinu..? Kærleiksknús á ykkur öll og farið varlega í jólabröltinu Heart 


Jólin koma

Það hefur verið vaninn hjá mér að vera búin að setja upp allar jólaseríur áður en aðventan byrjar og kveikja svo á þeim þá. Einn nágranni okkar setti upp sín jólaljós fyrir tíu dögum eða svo, og ég fékk áminningu frá Þórdísi fyrir að vera ekki búin að þessu líka Tounge Svo ég sá mér ekki annað fært í stöðunni en að setja upp seríurnar í gær. Það hefur alltaf verið í mínum verkahring að setja upp seríurnar. En í fyrra breyttist það og nú "fær" Steini að setja upp útiseríuna og ég sé um rest. Í hittifyrra, þegar ég var að festa nýja króka fyrir seríuna, þá flaug ég á hausinn niður stigann, svona alveg eins og mín er von og vísa. Ég hló eins og vitleysingur á leiðinni niður, kræktist með annan fótinn inn fyrir stigann og snerist þá á hvolf. En að sjálfsögðu þá passaði ég borvélina á niðurleiðinni og hún skemmdist ekki. Ég skammaðist mín svo mikið að ég rauk beint aftur uppí stigann og kláraði verkið. Var að reyna að láta nágrannana ekki sjá brussuskapinn W00t

IMG 1017

Ég fékk að sjálfsögðu hjálp við uppsetninguna. Jólakötturinn er líka mættur. Held að hann sé búinn að uppgötva að uppáhalds árstíminn hans sé að byrja Wizard

IMG 1014

Stelpurnar voru voða spenntar. Fyrst hjálpuðu þær pabba að setja upp útiseríuna og komu svo inn og hjálpuðu mér Smile Það er bara kósý að fá jólin aðeins fyrr núna, hleypa birtu í sálina.

IMG 1011

Ekki vantar myndarskapinn hjá Eydísi. Þetta finnst henni skemmtilegt. Ég var að baka smákökur og hún var í uppvaskinu með mömmu hanska

IMG 1008

Ekta kvenmaður, getur gert tvennt í einu Tounge vaskað upp og tekið út baksturinn

Annað hvort hef ég alið manninn minn svo vel upp eða þá að ég er svo mikið skass W00t Hann var að spyrja mig áðan hvort hann mætti fá smákökur. Ég bakaði þær ekki til að hafa fyrir punt svo það var auðsótt mál. Annars góð bara. Ætla í bæinn á morgun ef ég nenni. Ég get verið ferlega löt við það, vantar alveg búðargenin í mig. En mig er farið að langa til að jólast aðeins og það er gaman Smile 

Jólaknús á ykkur Heart


Stelpudagur

Þórdís hefur verið eitthvað lítil í sér síðustu daga á leikskólanum. Hún brestur í grát upp úr þurru og vill bara fá mömmu sína. Ég er að reyna að átta mig á því hvað er að hrjá hana. Mér dettur helst í hug að hún sé með áhyggjur af mömmu sinni, því ég er búin að vera lasin alla vikuna og hún tekur það nærri sér. Það er ekki nema rétt rúmlega ár síðan ég kláraði síðustu lyfjameðferðina og hún er ekkert búin að gleyma því hvernig ég var. Ég ákvað því í morgun að hafa hana heima, svona stelpuknúsadag, bara við tvær saman. Ég geri þetta öðru hvoru, hef þær til skiptis í fríi með mér, þá fá þær meira mömmuekstra, bara einar með mér.

IMG 0993

En hér er Simbi dekurprins í morgun. Hann er stundum að reyna að troða sér í fataskápana hjá stelpunum. Forvitnin alveg að fara með hann, svo verður hann að prófa að kúra þar.

Ég þurfti að hitta lækninn minn í morgun og á meðan fékk Þórdís að vera sundlaugarstjóri, ekkert smá upphefð í því Smile Steini er að leysa af þar í hálfan mánuð og hafði hana hjá sér í smástund.

IMG 0997

Við fórum svo í bakaríið hjá Hérastubbi og fengum okkur snúða með morgunkaffinu Tounge Svo kenndi hún mömmu sinni tákn með tali, alveg ótrúlegt hvað hún er klár að muna þetta. Svo spiluðum við jólalög og sungum og dönsuðum. Föndruðum líka smávegis og lögðum á ráðin um eitt og annað Wink 

Við höfðum báðar gott af þessu. Ég hresstist við og er vonandi laus við kommúnistana sem hrjáðu mig síðustu daga og Þórdísi líður betur í hjartanu eftir daginn InLove

IMG 1002

Svo kom Elísabeth í heimsókn. Hún hafði saknað vinkonu sinnar í leikskólanum. Þær léku sér saman og fóru svo saman á fimleikaæfingu Smile 

HIK%20 %20DaffydALMIGHTY

 Ég ætlaði svo að leigja mér mynd í kvöld en þá var búið að skipta út öllum myndunum á leigunni...Devil 

HeartHeartHeartKnús í nóttina ykkar og megi morgundagurinn verða ykkur góðurHeartHeartHeart

 

 


Uppeldi sem virkar

Við hjónakornin skelltum okkur á námskeið sem heitir Uppeldi sem virkar-færni til framtíðar. Námskeiðið er fjögur skipti, einu sinni í viku og erum við búin að fara tvisvar. Ekki svo að skilja að stelpuskotturnar okkar séu neitt óþekkar og erfiðar. Þær eru að sjálfsögðu fullkomnar Grin Það eru bara við foreldrarnir sem erum svo erfið, eða þannig sko. Þetta er mjög skemmtilegt námskeið sem haldið er af sálfræðing og þroskaþjálfa. Það er alltaf gott að bæta við sig þekkingu og skoða sjálfan sig. Þetta styrkir mig í foreldrahlutverkinu, bæði sé ég hvað ég er að gera rétt og líka það sem ég get gert betur.

Talandi um uppeldi sem virkar, hehe, þá man ég alltaf eftir trixi sem virkaði á mig þegar ég var krakki. Ég var óskaplega löt við að taka til í herberginu mínu. Gerði það ekki sjálfviljug. Eddi frændi, bróðir hans pabba, bjó hjá okkur um tíma. Hann var á þeim tíma ekki sérlegur snyrtipinni og mér fannst alltaf hræðilegt að koma inn í herbergið hans. Fýlan af gömlum dagblöðum og sígarettum var alveg yfirþyrmandi Sick Einhvern tíman þegar ég var ófáanleg til að taka til í herberginu mínu, var mér gert það ljóst, að ég yrði þá bara flutt í herbergið til Edda, við gætum haft þar sameininlega svínastíu. Mér er sagt að ég hafi farið með þjósti inn í herbergið mitt og byrjað strax að taka til Whistling Ekki fylgir sögunni hvort þetta hafi dugað framvegis. En svo var gert óspart grín að því fyrir tíu árum, því þá nefnilega flutti ég heim til Edda Tounge Ekki samt að það hafi verið fyrir sóðaskap að ég var send til hans, heldur var ég í húsnæðisvandræðum á þeim tíma, og bjó ég hjá honum í þrjá mánuði.

Ég er annars í sjálfskipaðri leti núna. Er búin að vera slöpp síðan á mánudag og með smá hita. Hef sofið eins og sveskja allan daginn.

IMG 0940

En þessar dömur eru hressar! Þær ganga bara sjálfala á meðan, eða svona næstum því Tounge En þær eru svo góðar við mömmu sína, stjana við mig. Og ég var svo heppin að mamma kom í gær og hún gat sótt stelpurnar fyrir mig og verið hér heima þangað til Steini kom heim. Held ég sé eitthvað að rjátla við núna. Get að minnsta kosti haldið mér vakandi.

Smile Smile Smile Smile Smile Smile Hafið góða daga Smile Smile Smile Smile Smile Smile


Gæluverkefnið

Ég ákvað fyrir löngu að henda eldhúsinnréttingunni út og fá mér nýja. En alltaf þegar við vorum búin að safna okkur í sjóð, þá notuðum við hann í eitthvað annað. En það er svo sem ágætt. Fyrir vikið erum við búin að láta smíða nýja fataskápa og ýmislegt annað sem var kærkomið. Ég vil eiga fyrir því sem ég framkvæmi og hugmyndir mínar um nýtt eldhús munu kosta talsvert, því ég er með stórtækar breytingar í huga. Því var það saltað í bili og verður bara gert seinna, þegar sparigrísinn verður orðinn nógu feitur. Ef það verður þá hægt að safna, það kannski verður bara étið upp af verðbólgu Devil En að gæluverkefninu...

IMG 0861

Þótt það hafi verið fjör í eldhúsinu og gaman að elda, þá var ég fyrir löngu búin að fá "grænar" fyrir innréttingunni Sick Handónýtt lakk og vonlaust að þrífa..

IMG 9581

Svona leit eldhúsið út í septemberbyrjun. Þá byrjaði ég að rífa og tæta Cool skrældi niður skápana, þreif og pússaði, spaslaði og pússaði meira... og að lokum þá lakkaði ég fjórar umferðir. Ég verð að viðurkenna að ég fór of geist í byrjun, það er bara gallinn minn að kunna ekki að stoppa Blush og ég lá í bælinu í tvær vikur með hita. Þriðju vikuna passaði ég mig að vera voða stillt og gera ekkert Halo Það vantaði ekki, að Steini bauðst til að klára þetta fyrir mig, en þvermóðskan í mér (úpps þar kom annar galli í ljós) var búin að ákveða að þetta væri gæluverkefnið mitt og enginn nema ég mætti koma nálægt því.

IMG 0494

Nema Dóri vinur okkar. Hann "fékk" að mála veggina og loftið. Ég fattaði aldrei hvað það er mikill lúxus að fá málara fyrr en hann málaði fyrir okkur stofuna í fyrra.

IMG 0791

Ég valdi svona brjálæðislegan lit á eldhúsið W00t 

IMG 0805

Hann er nú samt ekki svo svakalegur. Þetta er bara svona suðrænt og seiðandi. Og ég lakkaði líka hurðina á búrinu.

IMG 0801

Nýtt eldhús fyrir tíu þúsund kall Smile Og það sem meira er, mig langar ekkert í nýja innréttingu. Er bara alsæl með þessa Grin Ég hefði aldrei trúað því fyrir tveimur mánuðum að það væri hægt að gera innréttinguna eins og nýja! En ég á smávegis eftir til að fullkomna verkið. Ég á eftir að setja nokkrar flísar fyrir ofan eldavélina og klára að sauma nýjar gardínur. Og það er eins með það eins og hitt, enginn fær að koma nálægt því nema ég. Ég virðist vera á sama stigi og Eydís fór á tveggja ára; ég sjálf!

 

 


Afmælisdagar

Það er bara fullt af afmælum hjá okkur þessa dagana Wizard Við fórum í afmæli til pabba í síðustu viku. Ég veit ekki hvort ég kann að telja nógu hátt til að vita hvað hann varð gamall W00t eða þannig sko... reyndar er hann svo mikill unglingur, ekki nema 63 sko Grin 

IMG 0728

Stelpurnar fengu að pakka inn afmælisgjöfinni. Enginn smá spenningur sko Grin

IMG 0733

Eydís er alveg límbandsóð þessa dagana. Hún var búin að klára allt límbandið og það átti eftir að klára innpökkunina... svo mín bara fór á hurðina sína og sótti límband þar sem hún hafði límt!

IMG 0743

Hér erum við svo komin til afa. Hér er afi að lesa kortið sem þær bjuggu til. Þær höfðu klippt út myndir úr blaði af graskeri, hauskúpu (til að hræða afa) og bílum. Greinilega búnar að fatta áhugamálin hans afa Grin

IMG 0748

Svo hjálpuðu þær afa að opna pakkann. Um leið og það var komin smá rifa á pappírinn þá skríkti Eydís "veiiiiii það er taska!!!" Hér springur afi úr hlátri, enda var hann ekki enn farinn að sjá nýju sundtöskuna sem var í pakkanum LoL Þær voru svo mikið búnar að vanda sig að segja alls ekki hvað væri í pakkanum.

IMG 0757

Svo er náttla alls konar dót hjá ömmu og afa sem er gaman að leika með

IMG 0755

Þórdís var smá efins um að afi gæti bakað pönnukökur. Hún nefnilega veit að afi kann bara að baka vandræði Tounge Svo var amma líka búin að baka kökur.

IMG 0772

Hér eru stelpurnar að sprella með Gunna langa.

IMG 0766

Ég lét fara vel um mig og tók aðeins í prjóna. Er að gera jólasveinahúfur handa stelpunum.

IMG 0774

Hér er afi prakkari búinn að klæða stelpurnar öfugt í úlpurnar þegar við vorum að fara, og það fannst þeim náttúrulega voða fyndið og sniðugt Tounge 

Ég var að lita hárið á vinkonu minni í dag. Ætla svo til hennar á eftir og athuga hvort hárið sé ekki örugglega ennþá á hausnum á henni W00t Nei nei, hún varð að sjálfsögðu bara glæsileg, ekki við öðru að búast. Ég ætla með henni til systur hennar og við ætlum að jólast smávegis Halo 

Og eitt að lokum. Þú getur ekki breytt því sem var, en þú getur eyðilagt það sem er, með því að hafa áhyggjur af því sem verður. Heart 

 


Prinsessuafmæli

Það var merkisdagur hjá okkur í gær. Þórdís, litla kraftaverkið okkar, varð fimm ára í gær. Og það var að sjálfsögðu afmælisveisla í tilefni dagsins Wizard

IMG 0834

Afmæliskórónan var sett upp strax um morguninn Smile

IMG 0821

Svo sungum við afmælissönginn fyrir hana og færðum henni gjafir. Hún fékk ljós til að setja fyrir ofan rúmið sitt, sem hún hefur lengi látið sig dreyma um. Eydís naut líka góðs af þessu og fékk líka pakka Smile

IMG 0844

Svo byrjaði veislan klukkan tvö og þá hrönnuðust upp gjafirnar svo Þórdís hafði varla undan að opna og skoða. Eydísi finnst svo gaman að taka upp pakka, að áður en nokkur varð var við, þá var hún byrjuð að taka upp pakkana fyrir systur sína LoL Henni er alveg sama hver á pakkann, hvort það er hún eða einhver annar, hún elskar að opna þá. Þórdísi var alveg sama, en þegar allir fóru að hlæja að litla dýrinu, þá tók hún það eitthvað til sín og varð hálf sár Blush en minntist ekki á það fyrr en um kvöldið.

IMG 0850

Allir spenntir að skoða

IMG 0865

Prinsessan og afmælisgestirnir sestir til borðs

IMG 0869

Svo var sungið og blásið á kertin. Ég bakaði prinsessuköku að ósk prinsessunnar Grin 

IMG 0880

Ein afmælisgjöfin var prinsessuútbúnaður sem sló í gegn hjá minni, það eru kóróna, veski, veldissproti og hælaskór

IMG 0886

Hún ljómaði eins og sólin þegar hún var komin í þetta Smile Og hún var ekki í vandræðum með hælaskóna, gekk um á þeim eins og hún hefði gert það alla daga. Þetta er eitthvað í genunum...W00t 

IMG 0890

Svo fóru nokkrar af stelpunum út á verönd að leika, voða gaman hjá þeim

IMG 0899

Svo var farið í leiki inni. Það hefur aldrei verið jafn "þögult" barnaafmæli á mínu heimili áður. Þau voru ótrúlega góð að leika saman þrátt fyrir að þau væru tólf undir 6 ára aldri.

IMG 0892

Guðni og Biggi saddir og sælir

IMG 0897

Eins og ég sagði, þá var ótrúlega róleg og þægileg stemmingin. Hér er gestunum farið að fækka og þeir láta fara vel um sig, Benni og Rabbi.

IMG 0904

Þórdís fékk náttföt í afmælisgjöf, merkt "nurse", en hún ætlar greinilega ekki að verða hjúkka, "þetta eru læknisföt" segir hún alveg harðákveðin. Mér finnst skondið að sjá muninn á tímanum sem er núna eða þegar ég var smástelpa. Mér hefði sennilega aldrei dottið í hug að verða læknir, hefði örugglega haldið að það væri bara fyrir stráka!

IMG 0913

Hér er svo læknirinn á leið í rúmið sitt, ánægð með daginn sinn Smile 

IMG 0914

Lögst undir nýju stóru sængina sem hún fékk frá ömmu og afa. Ég er farin að öfunda dætur mínar af sængunum þeirra, hehe, mamma er algjör snillingur í að velja gæðasængur. Ætla sko örugglega að fá mér eins sæng við tækifæri.

IMG 0928

En svo var hún fljót að sparka fínu sænginni af sér þegar hún var sofnuð Tounge Hér sefur hún svo með læknahamarinn og sprautuna í höndunum, og með dót hjá sér sem hún fékk í afmælisgjöf Grin Ég var svo syfjuð í morgun þegar hún vakti mig. Hún vildi endilega fá mig inn í herbergi að leika með allt nýja dótið sitt. Ég fékk því flotta Hollywood meðferð hjá henni, förðun, hárgreiðslu og fína læknisþjónustu Wink Og enn eitt árið þá bakaði ég sautján tertum of mikið, eða þannig. (þeir hafa örugglega haldið í búðinni að ég væri að fara í eggjakast, þegar ég keypti 50 eggin) En ég sit allavega uppi með fullan ísskáp af tertum. Færði nágrönnum tertur í gærkvöldi og bauð þeim í kaffi í dag, dagur tvö í afmælisáti. Restin fer í frystinn, verður fínt að eiga það í aðventunni.

Knús og kram á ykkur HeartHeartHeart

 


Burt með spillingarliðið!

Það held ég að þeir sitji sveittir á næturnar, ráðamenn hjá Svik og prettir ehf, sem er dótturfélag Ráðabrugg ehf, við að moka upp skítinn eftir sjálfa sig. Ég held að þetta sé bara byrjunin á skítnum sem við eigum eftir að sjá koma upp næstu mánuði. Við fáum þetta í smá skömmtum á meðan þeir reyna að breiða yfir restina sem þeir hafa stolið af okkur vesalingunum.

Ég ætlaði samt ekkert að blogga mikið um kreppufréttir. Tiger bloggvinur minn benti á bloggið hennar Ólínu Þorvarðar, þar sem þessi hugmynd kemur fram:

"Hún er sú að allir bloggarar landsins sameinist í einni kröfu sem verði aukasetning í öllum fyrirsögnum þeirra á blogginu, og þeirra lokaorð - hvert svo sem efni bloggfærslnanna er að öðru leyti: Burt með spillingarliðið!
Þannig að þegar ráðamenn þjóðarinnar, fjölmiðlafólk og aðrir, koma inn á moggabloggið, visi.is
eða önnur bloggsvæði, þá blasir krafan við þeim hvert sem litið er. (Feitletrað er tekið af síðu Tigers)

Ég gæti skrifað langan reiðipistil hér en læt þetta duga í bili. Læt þetta siðspillta lið ekki ræna mig öllu, ætla að eiga einhverja orku eftir handa sjálfri mér.

IMG 0643

Við áttum okkar vanalega fjölskyldukvöld um helgina. Þórdís vill ekki kalla það kósýkvöld, henni er mikið í mun að þetta heiti fjölskyldukvöld, svo hún fær að ráða því. Hér erum við stelpurnar búnar að setja kræsingar á borðið, grænmeti, ávexti, snakk og súkkulaði.

IMG 0651

Svo horfðum við á bíómynd saman. Það er svo gaman að vera með þeim og horfa á einhverja fyndna fjölskyldumynd. Þær hlæja sig alveg máttlausar.

IMG 0605

Svo varð Eydís öll flekkótt í andlitinu. Þetta gerist öðru hvoru án þess að ég hafi getað fundið skýringu á því. Svo er hún svo mikill nagli þessi elska, hún kvartar aldrei. Ég spurði hana hvort hana klæjaði eða sviði í andlitið. "Nei nei" sagði hún og um leið klóraði hún næstum af sér andlitið Grin Við drifum okkur með hana í bæinn til barnalæknis, sem gaf henni áburð. Svo pöntum við okkur ofnæmispróf til að reyna að átta okkur betur á þessu.

IMG 0600

Ég var að skipta á rúmum. Simbi var ekki lengi að finna sér góðan stað til að kúra á..

IMG 0663

Svo þegar við komum aftur heim úr bænum þá var þessi "kisi" búinn að planta sér á góðan stað og var að horfa á formúluna. Þeir eru svona þessir dekurprinsar, finna sér alltaf góðan stað Heart Ég var nefnilega búin að bjóða Guðna bróður í mat og var hálfnuð að elda hrygginn þegar við fórum til læknisins.

IMG 0664

En hann kveikti á ofninum fyrir mig þegar ég var á heimleið, svo hann fékk nú eitthvað að borða Grin 

IMG 0669

En dætur mínar sáu til þess að hann var næstum því búinn að skila matnum aftur W00t 

IMG 0672

Það er sko gaman að sprella með Guðna frænda Tounge 

IMG 0680

Svo þurfti Eydís að taka mynd af frænda sínum líka, alveg eins og mamma.

IMG 0685

Stelpurnar sáu svo um desertinn sem að þessu sinni voru vínber. Þær áttu að skola vínberin en Eydís vildi heldur sápuþvo þau W00t 

Þórdís er mikið að spá í Guði þessa dagana. "Guð er andi" segir hún og spyr mig síðan hvernig hann líti út. Ég sagði henni að hann liti út eins og hún sæi hann fyrir sér. Og þar sem hún er svo mikil myndlistarkona, þá ákvað hún að teikna Guð eins og hún sér hann.

IMG 0616

Hér er myndin. Guð er greinilega kvenkyns í hennar augum, brosandi inni í sólinni á himninum.

Að lokum set ég inn þessa setningu sem ég fékk líka lánaða hjá Tiger vini mínum:

Burt með stjórn Seðlabankans og bankastjórana þrjá. Burt með Fjármálaeftirlitið, stjórn þess og starfslið. Burt með alla þá starfsmenn bankanna sem þáðu eða ákváðu skuldahreinsun eða undanfæri fyrir útvalda. Burt með þá ráðamenn sem samþykktu ósómann með beinum eða óbeinum hætti, þögn eða aðgerðaleysi.

Burt með spillingarliðið, hvar í flokki sem það stendur! "


« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Sigrún Þorbjörnsdóttir

Höfundur

Sigrún Þorbjörnsdóttir
Sigrún Þorbjörnsdóttir

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • IMG 7150
  • IMG 7145
  • IMG 8394
  • IMG 7856
  • IMG 7847

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband